Morgunn - 01.06.1929, Side 70
62
MOEGUNN
leyti sem þær sýna, að ekki var nauðsynlegt að hafa
Ijósmyndavél Hudsons og að fá mátti mynd um litað
gler. Hudson gerði sjálfur ekkert, nema vera viðstaddur.
Návist hans var nauðsynlegt skilyrði, eins og vænta
mátti.
Einn af beztu miðlum Englands á sinni tíð var David
Duguid (d. 1907). Hann hafði miðilsgáfu í ýmsar áttir.
Þar á meðal var hann ágætur ljósmyndamiðill. Hefir
fengist fjöldi dulrænna mynda í návist hans. David var
þrautprófaður af Ijósmyndara, sem Traill Taylor hét og
talinn var höfuð sinnar stéttar í London á þeim dögum.
Traill Taylor setti skilmálana og Duguid gekkst
undir þá. Taylor brúkaði sína ljósmyndavél, sínar plötur,
sem hann lét aldrei hendi firr ganga, þar til þær fóru
í vélina. Hann tók sjálfur myndirnar og framkallaði þær
sjálfur, Duguid gerði yfirhöfuð ekkert annað en að vera
þar við. En auk þess hafði Traill Taylor aðra varúð.
Hún var fólgin í því, að ávalt skyldi að minsta kosti
tveir valinkunnir og alþektir menn vera við og fylgjast
nákvæmlega með því, er gerðist. Hann hafði tvíglerja
(stereoskop) vél, og kom alt hið sama um bæði glerin.
Aukamynd af konu kom á eina plötuna. Segist Traill
Taylor ekki vita, hvernig fara eigi að því að fyrirbyggja
svik, ef sínar varúðarreglur sé ekki nægilegar, og
biður þá, er líti öðruvísi á, að segja til þess, hverjar
rammari skorður skuli reisa við prettum af hálfu mið-
ilsins.
1 Cincinnati í Norður-Ameríku var milli 1870 og
1880 maður, sem Hartmann hét. Hann var ljósmynda-
miðill, og menn fóru auðvitað ekki í launkofa með það
álit sitt á honum, að hann væri svikari og sjónhverfinga-
maður. Hann auglýsti það þá, að morguninn 25. des 1876
skyldi hann leggja sig undir opinbera rannsókn og skor-
aði á menn, einkum Ijósmyndara, að framkvæma þessa
rannsókn. Rannsóknamennirnir mættu sjálfir velja
myndatökuherbergi, vél og Ijósmyndaplötur og hvað ann-