Morgunn


Morgunn - 01.06.1929, Page 71

Morgunn - 01.06.1929, Page 71
MORGUNN 63 að, er þeim sýndist. Sjálfur vildi hann einungis fá að handleika plötupakkann í viðurvist þeirra og með þeim hætti, að þeir mættu sannfæra sig um, að hann beitti engum brögðum. Á jóladagsmorguninn 1876 komu 16 menn, þar af 5 reyndir ljósmyndarar, til Hartmanns. Var nú gengið til atkvæða um það, hvar tilraunina skyldi gera, og var ákveðin til þess myndatökustofa Cutters nokkurs, ljósmyndara, er fengist hafði nokkuð við að „afhjúpa svik andaljósmyndara“ eins og það var orðað. Hartmann hafði aldrei komið þar áður. Hann var því ókunnugur umhverfi öllu og innan um eintóma efunar- menn, sem sátu um hann, eins og köttur um mús. Að- staða hans var því svo óhagstæð sem framast varð á kosið. Hófust nú tilraunirnar. Var hver myndin tekin eftir aðra og komu engar aukamyndir. Töldu nú þeir, sem viðvoru staddir, loks gengið úr skugga um, að allar ,,andamyndir“ væri svik og blekking. Var nú aðeins ein eftir af plötum þeim, er tilraunamennirnir höfðu haft með sér. Fyrir sat nú maður að nafni dr. Morrow. Auk myndar af honum kemur nú loks glögg og greinileg mynd o/ ungum manni, sem hálfhuldi myndina af dr. Morrow. Hartmann fékk aldrei að snerta plöturnar, þó að hann hefði tilskilið það, og aldrei að stíga fæti sínum inn í dimma byrgið, meðan þeir voru þar með plöturnar. Vottorð um þetta gáfu þessir 16 tilraunamenn allir saman og var vottorðið birt þar í opinberu blaði jafn- harðan. Segja þeir, þó að varlega sé orðað, að þeim hafi ekki verið unt að finna þess nokkur merki, að Hartmann hafi haft frammi nokkur svik eða pretti. Enda er ekki auðvelt að sjá, hvernig hann hefði átt að geta komið þeim við, þótt hann hefði viljað, með þeim varúðarreglum, sem hafðar voru. Til þess hefði hann lík- lega þurft að dáleiða þá alla, því að varla er hugsanlegt að hann hefði getað gert þeim öllum þær sjónhverfingar, að honum hefði verið unt að skifta um plötu án þess að nokkur þeirra hefði orðið þess var, eða hafa í frammi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.