Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 78
68
M 0 R G U N N
síðastliðið ár, fór til frú Deane og fékk að sitja fyrir
hjá henni. Frú Deane vissi engin deili á stúlkunni fyrr
en eftir að myndatakan og framköllun myndarinnar var
um garð gengin. Stúlkan hafði með sér plötur, er keyptar
voru inni í London, merkti þær, lét þær sjálf í hulstrið
og það inn í vélina, skoðaði alt herbergið grandgæfilega
og vélina og var sjálf við framköllun myndarinnar. Á
aðra plötuna sem látin var í vélina, kom ekkert, nema
mynd af stúlkunni, en á hina komu myndir af 27 manns-
höfðum, sum alveg skýr, en sum dauf, sem von var. Þar af
líktist ein myndin svo einum nánum ættingja stúlkunnar,
að þeir, sem séð hafa myndina og til hafa þekt, hafa
talið engan efa geta á því leikið af hverjum myndin er.
Fleiri myndir á þessari plötu teljast sumir þekkja, en
líkingin er ekki eins óvefengjanleg, og skal það mál því
ekki framar rakið.
Tugum saman má nefna dæmi. En rúmsins vegna
er þess ekki kostur.
Þá hafa verið gerðar tilraunir með það að senda
miðlum einhverja hluti til þess að þeir tæki mynd af þeim
í þeirri von, að aukamyndir kynni að koma á plöturnar.
Á fyrsta tug 20. aldar var ljósmyndamiðill einn vestur
í Kaliforníu, sem Edward Willie hét. Hann þótti ágætur
miðill, og fluttist 1909 til Englands. Snemma á árinu
1909 voru gerðar þess konar tilraunir með Willie. Sendu
meðal annars tvær kunningjakonur í Bretlandi, frú
Hunter í Bridge of Allan í Skotlandi og frú Pogosky í
London, honum sinn hárlokkinn hvor með beiðni um, að
hann tæki Ijósmynd af lokkunum. Þær gáfu engar upp-
lýsingar um sig aðrar en nafn sitt og heimilisfang, til
þess að Willie gæti sent þeim myndirnar á sínum tíma.
Konurnar eru taldar báðar mjög sannsöglar og áreiðan-
legar. Frú Hunter fékk svar frá Willie þegar í febr.
1909. Þetta virðist skifta máli, því að einhver kynni
að láta sér koma til hugar, að Willie hefði getað leitað
sér upplýsinga í Englandi um konur ])essar. En þess