Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 79
MORGUNN
69
hefir honum tæplega verið kostur á svo skömmum tíma.
Willie var fátækur maður, en einungis 2 shillinga (eða
rúmar 2 kr.) átti hver sá að senda honum, er vildi fá
mynd með þessum hætti. Fyrir því virðist útilokað, að
hann hafi getað varið fé til rannsókna á högum þeirra,
sem sendu honum hlutina austan um haf.
Frú Hunter hafði vonast eftir því, að hún fengi
mynd af manni sínum látnum, en henni brást sú von.
I stað þess voru 3 myndir, auk myndar af hárlokknum,
á blaðinu, sem Willie sendi henni, og sendi hún þær til
vinkonu sinnar áðurnefndrar í London. Skömmu seinna
sendi frú Pogosky henni sína mynd, ásamt þeirri mynd,
sem frú Hunter hafði sent henni. Á mynd frú Pogosky
var, að því er frú Hunter fullyrðir, glögg og greinileg
mynd af manni frú Hunter, ásamt konuandliti, er síðar
]>ektist. Og síðar segir frú Hunter, að andlitin, sem á
hennar blaði voru, hafi líka þekst.
Það virðist mega telja alveg útilokað, að Willie hafi
getað vitað um ættingja þessarar konu og þeirra annara,
er þektu mynd ættingja sinna á mynd frú Hunter.
Þess skal getið, að frá Pogosky var sjálf sálræn í
góðu lagi. Hún taldi sig síðar hafa komist í samband við
dr. Hunter, hinn látna mann frú Hunter, og spurt hann
að því, hvers vegna hann hefði komið á hennar mynd,
en ekki á mynd konu sinnar. Hún segist hafa fengið það
svar, að hún (frú Pogosky) hefði haft þess meiri þörf
en frú Hunter, kona hans. En frú Pogosky segist til þess
tíma hafa verið efandi um sannindi spiritismans, en frú
Hurter hafi verið sannfærð um þau.
V.
Stundum hafa komið myndir aukreitis á ljósmynda-
Plötur án þess að þá hafi verið kunnugt um miðilsgáfu
1 þá átt hjá nokkrum þeirra, sem við voru staddir, og
án ])ess að verið hafi þá verið að gera nokkrar tilraunir í