Morgunn - 01.06.1929, Page 80
70
M 0 R G U N N
því skyni. Skal ég nefna fáein slík dæmi, sem ég hefi
fundið, en mörg fleiri eru auðvitað til.
Florizel von Reuter heitir nafnfrægur fiðlusnillingur
enskur. Hann hefir fengist mikið við eina tegund
dulrænna tilrauna, ósjálfráða skrift. 1 bók, sem út var
gefin síðastliðið ár og heitir Psychical Experiences of a
Musician, skýrir hann frá eftirfarandi atviki:
Fyrir nokkrum árum var hann staddur í ameriskum
smábæ einum í garði við hús eitt kl. 10 árdegis í glaða
sólskini. Stúlka ein tók þar þá augnabliksmynd (snap-
shot) af honum. Segir hann, að hún hafi að honum ásjá-
andi látið nýja filmu í vélina og tvítaka mynda á film-
una geti ekki komið til mála. Var myndin nú framkölluð,
og veitti því þá engin eftirtekt, að nokkuð nýstárlegt
væri við myndina. Hún var því næst látin niður í skúffu
og henni var svo enginn gaumur gefinn.
Nokkrum vikum síðar fór þessi stúlka og systir
hennar með henni til bæjar eins, sem var í fjörutíu
mílna fjarlægð frá bæ þeim, sem þeir áttu heima í, og
fengu þær þar að gamni sínu fund hjá miðli einum, þeim
alókunnugum, sem staddur var í þessum bæ. Miðill ]>essi
var nýkominn þangað, en átti heima í öðrum bæ, sem
var 200 enskar mílur þaðan. Þess má geta, að stúlkur
þessar eru sagðar hafa verið alókunnugar spiritisman-
um þá, er þetta gerðist. Miðillinn var raddmiðill. Var
lúður — nokkurskonar hljóðauki — hafður í fundar-
herberginu, og voru raddir vanar að koma um lúðurinn.
Nú segir stúlkan, sem myndina tók, að heyrzt hafi
nafnið „Edna“ um lúðurinn. En það var fornafn hennar.
Hún segist hafa svarað og spurt, hver talaði um lúður-
inn. Og svarað var: „Það er Emma, frænka þín“. Stúlk-
an vissi til þess, að hún hafði átt föðursystir, sem Emma
hét, og önduð var fyrir 25 árum, meðan stúlkan var
smábarn. Spurði stúlkan nú röddina, hvort hún hefði
ekki eitthvað til þess að segja sér. Þá segir röddin: „Þú
varst að skoða mynd af mér fyrir nokkru“. Stúlkan seg-