Morgunn - 01.06.1929, Side 82
72
M 0 R G U N N
mætti hugsa sér, að miðillinn hefði verið þeim gáfum
gæddur.
Annað ágætt dæmi er frá bænum Domremy á Frakk-
landi. Þar er kirkja, sem helguð er meynni frá Orleans
(Jean d’Arc). Þangað höfðu einhverir Bandaríkjamenn
gefið fána sinn, og hafði fáninn verið dreginn upp í
grafhvelfingu girkjunnar. Ensk kona, sem lady Palmer
heitir, hafði gengist fyrir því, að kirkju þessari var
líka gefinn brezki fáninn, og var hann dreginn þar upp
við hlið Bandaríkjafánans.
Ári síðar kom lady Palmer, ásamt annari konu
frakkneskri, til Domremy. Langaði lady Palmer til að fá
mynd af fánunum, þar sem þeir voru í grafhvelfingu
kirkjunnar. Hin konan kunni nokkuð að ljósmyndatöku,
og tók nú mynd af lady Palmer niðri í grafhvelfingunni,
og fánunum. Þær fullyrða afdráttarlaust, að engin sýni-
leg mannvera hafi verið í grafhvelfingunni þessa stund,
nema þær tvær. Þegar myndin var framkölluð, þá kom í
ljós mynd af tveim prestum eða munkum, auk lady
Palmer. Hún segist hafa látið hina þaulæfðustu kunn-
áttumenn á þessu sviði rannsaka myndina, og votti þeir
]>að, að myndin sé svikalaus. Búningur prestanna eða
munkanna á myndinni þykir líklegur til að geta verið
frá dögum mærinnar frá Orleans.
Þegar aukamyndir komu þannig án alls vitandi til-
verknaðar nokkurs, sem viðstaddur er myndatökuna, og
ekki getur heldur verið til að dreifa tvítöku mynda á
sömu plötu, þá verður þessi koma aukamynda ekki skýrð
á nokkurn þektan hátt. Og eru þessi atvik því merkilegt
sönnunargagn í þessu máli..
VI.
Eðli og útlit dulrænu ljósmyndanna er stundum
þannig ,að ekki virðast vera miklar líkur til, að þær geti
verið falsaðar. Myndir á plötum, sem tvisvar hafa verið
látnar fyrir ljósgeisla til að fá myndir á þær, eru ekki