Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 84
74
M O R G U N N
komið á plöturnar með þessum hætti orðsendingar á er-
lendum málum, sem miðillinn hefir enga nasasjón af.
Einu sinni kom á plötu, í óopnuðum pakka, eitt af kvæð-
um Hórazar, skáldsins rómverska, á frummálinu, latínu.
Einu sinni kom grein á grísku, sem reyndist vera úr
Nýja testamentinu og eftir handriti einu, sem geymt er
í British Museum og almenningur á engan aðgang að.
En setningu eina vantar í þessa grein í handriti þessu,
og vantaði hana líka í letrið á plötunni.
Þá er það næsta einkennilegt, að á 6—12 plötur í
sama lokaða pakkanum kemur sjaldan eða aldrei nokkuð
á allar plöturnar, heldur t. d. á 3., 8. og 12. o. s. frv. Hinar
eru þá alveg auðar. Ef myndirnar væri komnar á plöturn-
ar með geislum þeim einhverjum, sem menn nú þekkja, þá
telja kunnáttumenn, að þær ætti, sama myndin, að koma
á allar plöturnar í sama lokaða pakkanum.
Þessi fyrirbrigði, að myndir fást með þessum hætti,
virðist vera gagnmerkilegast, af því að hér er algerlega
fyrir það girt, að þær geti verið komnar á fyrir viljandi
tilverknað manna eða með nokkrum öðrum þeim hætti,
er skýra má eftir þektum lögmálum. En úr því, að óvé-
fengjanlegt er, að slíkar myndir hafa iðulega fengizt, þá
virðist það ekki vera lítill sönnunarauki fyrir því, að
aukamyndir geti þá ekki síður komið svikalaust á ljós-
myndaplötur, sem settar eru undir áhrif ljóssins í venju-
legri ljósmyndavél.
VII.
Nú skulu tekin fáein sýnishorn af sálrænum ljós-
myndum. Rúmsins vegna er aðeins unt að sýna örfáar
myndir, þó að úr miklu sé að velja, og mörgu engu síð-
ur merkilegu.
1. mynd. Myndin er af lady Palmer og munkun-
um“ í grafhvelfingu kirkjunnar í Domremy.
2. mynd. Þetta letur kom á ljósmyndaplötu, sem
dr. Lindsey Johnson, enskur augnlæknir og rithöfundur
frá Suður-Afríku, hafði með sér til Crewe, og aldrei