Morgunn - 01.06.1929, Síða 85
MORGUNN
75
kom í ljósmyndavél. Letrið á plötunni hefur að geyma
leiðarvísi um aðferðina, sem hafa skuli, þegar menn
vilja fá myndir eða letur á plötur án þess að láta þær í
ljósmyndavél og láta ljósið verka á þær með venjulegum
hætti. Neðan til er önnur hönd og nafnið „T. Colly“ und-
ir. Er Jjað þekkjanleg hönd látins prests ensks, er á sín-
um tíma var mikill vinur miðlanna og sálarrannsókna-
maður.
3. mynd. Er tekin af William Hope og frú Buxton.
Til vinstri er mynd (3a) af hermanni enskum er Hobbs
hét, og féll í styrjöldinni miklu í Frakklandi, en til hægri
er mynd (3b) af foreldrum hans og aukamynd af þessum
syni þeirra. Móðir hans hal'ði þessa mynd í kapseli, sem
hún bar á sér og telur hún aukamyndina eftirmynd af
henni. Þess geta þau hjón, að Hope eða frú Buxton hafi
ekki fengið að sjá myndina né kapselið fyrr en myndin
af þeim var framkölluð.
U. mynd a. Gríski textinn, sem kom á plötu í óopnuð-
um plötupakka í Crewe. Einn af þeim 6, er við voru
staddir, skýrir svo frá, að hann hafi verið að vonast
eftir mynd af móður sinni, en „stjórnandi“ miðilsins
handan að hafi boðið sér að koma grískum orðum á ein-
hverja plötuna, er hann mætti ákveða sjálfur í óopnuð-
um pakka. Með því að letrið yrði á grísku, })á myndi
þeir þurfa að fá einhvern til að þýða það. En á plötuna
rnyndi koma 4. og 5. vers úr 17. kap. Lúkasar guðspjalls.
Muni þeir finna staðinn í handriti í British Museum, er
geymt sé í skáp einum undir glerloki. Maðurinn segist
hafa valið sér 5. plötuna í röðinni. Hafi þeir síðan haldið
Plötupakkanum óopnuðum eins og hann kom úr búðinni,
milli handa sér, eins og venja sé til. Skeytið, sem á plötu
þessa kom, bar próf. Henslow, nafnkunnur grasafræð-
mgur og sálarrannsóknamaður, saman við handrit það
að Nýja testamentinu, sem til var vísað, og reyndist alt
standa heima.