Morgunn - 01.06.1929, Side 86
76
MORGUNN
U. mynd b er af staðnum í handritinu af Nýja testa-
mentinu í British Museum.
5. mynd. Dr. Alfred Russel Wallace, náttúrufræð-
ingurinn nafnkunni, sat fyrir hjá Hudson, og kom konu-
mynd á plötuna með honum. Segir hann það vera óve-
fengjanlega mynd af móður sinni. Hún hafði haft ofur-
lítið vanskapaðan kjálka og kemur það fram á myndinni.
Ráðstafanir til varnar prettum segist dr. Wallace hafa
haft.
6. mynd. Kona kom til Mumlers og sat fyrir hjá
honum. Aukamynd, dauf, kom á plötuna, eins og sjá má.
Kona, sem við var stödd segir, að aukamyndin líkist
Abraham Lincoln forseta. „Já, hún gerir það“, svaraði
konan. „Jeg er líka ekkja hans,“
7. mynd. Þessi mynd er tekin af Edw. Willie í Los
Angeles 1909. Sá, sem fyrir situr, er kínverskur vinnu-
maður í þvottahúsi þar. Á öxl hans er barnshöfuð, og
ennfremur kínverskt letur, sem þó verður ekki greint í
endurprentun myndarinnar. Kínverjinn sagði, þegar
hann sá myndina, að þetta væri drengurinn sinn og
spurði, hvaðan Willie hefði mynd af honum. Kínverjinn
sagði drenginn vera í Kína og að hann hefði ekki séð
hann 3 ár. Hann vissi þá ekki annað en að drengurinn
væri heill og lifandi.
8. mynd. Tekin af frú Deane. Til hægri er mynd
af brezkum manni, Harry Barlow í Birmingham, tekin
12 árum fyrir andlát hans. Til vinstri er mynd af frænd-
konu hans og ofar aukamynd, sem sonur hans, Fred
Barlow, og ættingjar hans telja óvefengjanlega mynd af
honum eins og hann hafi verið síðustu ár æfi sinnar.
VIII.
í rauninni vita menn mjög lítið með vissu um það,
hvernig aukamyndir koma á plötur, sem settar eru undir
áhrif ljósgeisla í myndavél. Og ekki vita menn fremur,
hvernig á því stendur, að myndir koma á plötur, sem