Morgunn - 01.06.1929, Side 88
78
MORGUNN
dóma samkennara sinna og almennings fyrir allmörgum
árum. Hefur hann fengið nokkuð samskonar árangur af
tilraunum sínum og dr. Baraduc. En dr. Fakuray full-
yrðir, að til þess þurfi miðil með sérstaka gáfu í þá átt,
alveg eins og þurfi til þess að fá aukamyndir á ljós-
myndaplötur.
Gerum nú ráð fyrir því, að sterk hugsun manns geti
skapað hugmynd sinni efnisbúning, sem Ijósmyndaplata
í ljósmyndavél geti svo tekið mynd af, enda þótt manns-
auga sjái hugarmyndina ekki. En þetta skýrir það ekki,
hvernig slík mynd getur komið á ljósmyndaplötu, sem
umbúðirnar eru ekki teknar af og aldrei er sett fyrir
áhrif ljósgeislans. Það fyrirbrigði er, eftir því, sem eg
veit bezt, allskostar óskýrt. Hitt er þó skiljanlegra, að
sterk hugsun manna kynni að geta skapað mynd af því,
sem hún beinizt að, mynd, sem ljósmyndaplatan geti tek-
ið, þótt mannsaugað sjái hana ekki áður.
En þó að þetta megi ef til vill takast — og ef til
vill einungis þegar menn gæddir sérgáfu í þessa átt eru
við, eins og dr. Fakaray hefir reynst það — þá skýrir
það ekki, nema lítinn hluta aukamynda þeirra, sem menn
hafa fengið á ljósmyndaplötur. Það hefur stundum borið
við, að menn hafa fengið mynd af vini sínum eða ætt-
ingja, sem þeir hafa verið að hugsa um, fyrir myndatök-
una eða meðan hún fór fram. Þá má hugsa sér þessa
skýringu, að myndin, sem á plötuna lcemur aukreitis,
sé af hugarmynd þess, sem fyrir sat. En hitt er þó miklu
tíðara, að aukamyndir komi á plötur og líkist mönnum,
sem alls enginn viðstaddra, hvorki miðill né aðrir, ber
kensl á, og hafa alls ekki getað verið að hugsa um. Og
geta þær myndir þá ekki verið af hugarmynd þeirra. Ff
slíkar myndir ætti að vera svo til koranar, þá ætti þær
að vera hugarmynd fjarstaddra manna. Ef svo væri, þá
væri þar með fengin sönnun fyrir valdi andans yfir efn-
inu. Þá gæti vilji mannsins einn mótað hugsun hans í
í hlutkent efni, er ljósmyndaplatan tæki svo mynd af. En