Morgunn - 01.06.1929, Page 92
82
MORGUNN
framkomnar með einhverjum algerlega óskýrðum hætti,
og að því sé of snemt enn að koma með nokkra staðhæf-
ingu um það, hversu þær sé fengnar. Þeir geta, sumir að
minsta kosti, ekki trúað því, að látnir lifi, og því sé ómögu-
legt, að þeir sé hér að verki. Hver verður vitanlega að
hafa sína skoðun á þessu efni. En ekki er við það að
dyljast, að hugmyndir spiritistanna komast langlengst
í áttina til að skýra þessi fyrirbrigði, og þegar þetta efni
alt er skoðað í sambandi við önnur sálræn fyrirbrigði,
þá virðist skýring spiritistanna alls eigi svo ósennileg
sem þeim mun sýnast, er ekki hafa kynt sér rannsókn á
þeim til nokkurrar hlítar og enga reynslu hafa sjálfir.
í þeim fyrirbrigðum er svo fjölmargt, sem bendir til þess,
að framliðnir menn sé að brúa eða reyna að brúa djúpið
minni þess tilvistarsviðs, sem vér svonefndir lifandi menn
erum á, og þess, sem þeir teljast vera komnir á.
Einar Arnórsson.