Morgunn - 01.06.1929, Síða 93
M 0 R G U N N
83
Sálrcenar rannsóknir
fiölu5nilling5in5 Rorizel uon Reuter.
Erinöi, er Hallöór lónasson flutti
í 5álarrannsóknafélaginu í nóu. 1928.
Nýlega er komin út bók um rannsóknir á sambandi
við framliðna, sem vakið hefir mikla athygli. Er hún
gefin út af The Psychic Press, 2 Victoria St., London og
er titill hennar: „Psychical Experiences of a Musician“.
Höfundurinn er hinn frægi fiðlusnillingur Florizel von
Reuter. Er rétt að byrja á að segja nokkur deili á höf-
undinum.
Hann er fæddur í Davenport í Bandaríkjunum árið
1893. Faðir hans var af þýzkum ættum og var dáinn,
þegar sonur hans fæddist. Móðirin er amerísk, af enskum
ættum. Þegar Florizel var tveggja ára, varð þess vart,
að hann hafði óvenjulega tónlistagáfu, meðal annars
i.fullkomna tónheyrn“, sem kallað er, þ. e. gat sagt,
hvaða tónn var tekinn aðeins með því að heyra hann.
Hann var auðvitað settur til menta í tónlist og var að-
eins átta ára, þegar hann lék fyrst opinberlega á fiðlu.
Hann ferðaðist um mörg lönd sem undrabarn, og Conan
Hoyle, sem ritar formála að bók hans, minnir á það,
þegar Florizel fyrir rúmum 20 árum hélt 20 tónleika í
London hvern eftir annan og 85 annarsstaðar á Englandi.
Samtals hefir hann nú haldið yfir 2500 tónleika, og er
talinn meðal fremstu fiðlusnillinga nútímans. 1 sumum
fræðibókum er svo sagt, að í kunnáttu og leikni nái
honum enginn núlifandi fiðluleikari. Enda hefur hann
serstaklega lagt sig eftir verkum hins ítalska fiðlusnill-
Jngs Nicolo Paganinis, sem kallaður hefur verið konung-
ur fiðluleikaranna. Eins og mörgum mun kunnugt, er
6*