Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 94
84
M 0 R G U N N
það notað sem mælikvarði á leikni á fiðlu, hvort menn
geti leikið sum verk Paganinis. ]>ví að þau eru það
þyngsta, sem til er í þeirri grein. Um v. Reuter er það
sagt, að hann leiki sér að þeim öllum, og sé eini fiðlari,
sem það geri. Auk þessa er hann einnig tónskáld, hefur
samið mörg verk fyrir orkestur og þrjár óperur. Einnig
hefur hann ritað nokkuð um tónlist og séð um útgáfu á
tónlistaverkum. Bók hans, sem hér er um að ræða, sýnir
það glögglega að hann eigi aðeins hefur ágæta rithöf-
undarhæfileika heldur og einnig næma vísindagáfu, sem
kemur fram bæði í hinum varkáru dómum hans um
rannsóknargögnin og ályktunum, sem hann dregur af
þeim. — Þetta alt tel eg rétt að benda á, því að gildi
höfundarins hlýtur að ráða miklu um ]>að, hvaða mark
er tekið á þessari nýju bók hans.
Florizel von Reuter kveðst fram yfir þrítugt hafa
verið meðal ]>eirra mörgu, er láta sig litlu skifta lífið
eftir dauðann, og lítið kveðst hann hafa gert úr miðla-
rannsóknum og öllum þeim skrifum, er þar um fjalla.
En vorið 1925 kveðst hann hafa verið orðinn þreyttur á
hinu stöðuga tónleikahaldi, og í stað þess að setjast um
kyrt í bústað sínum á Þýzkalandi, þar sem hann hefur
lengst af búið, fór hann með móður sinni á skipi frá
Hamborg til Kaliforníu, til að hitta gamlan vin fjöl-
skyldunnar, sem þar bjó. Þessi maður hafði um langt
skeið haft mikinn áhuga á því að ná sambandi við fram-
liðna og fengist nokkuð við miðlarannsóknir. — Þarna
komst v. Reuter á fund með raddmiðli og hafði það svo
sterk áhrif á hann, að hann afréð að fara að kynna sér
málið fyrir alvöru og gera sjálfur tilraunir. — Það sem
aðallega hafði svona sterk áhrif, var það, að ]>arna taldi
hann sig hafa komist í samband við ]>ann, sem hann á
listabraut sinni hafði aðallega tekið sér til fyrirmyndar.
Þessi persóna var enginn annar en fiðlusnillingurinn
Paganini, sem v. Reuter þótti koma fram með svo mikl-
um sannindamerkjum, að hann kæmist ekki hjá því að