Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 95
M 0 R G U N N
85
taka málið alvarlega. — Áður'en þessu einkennilega
sambandi er nánar lýst, er rétt að segja stuttlega helztu
söguleg deili á Nicolo Paganini.
Hann fæddist árið 1782 í Genúa á Ítalíu. Var sonur
kaupmanns þar, sem ekki var talinn efnaður. En hann
kom þó syni sínum í kenslu þegar fór að bera á hinum
óvenjulegu hæfileikum hans. Var hann hjá ýmsum góð-
um kennurum, en það bar fljótt á því, að hann vildi
fara sínar eigin götur, og svo lauk, að kennararnir fylgd-
ust lítið með honum, og hann varð að kenna sér mest
sjálfur. Þegar hann var 16 ára, gerðist hann sinn eiginn
fjárráðamaður, flakkaði um frá borg til borgar og var
alstaðar litið á hann eins og eitthvert náttúrunnar við-
undur. Tuttugu og tveggja ára kom hann aftur til Genúa,
hélt þá eitthvað kyrru fyrir til að fullkomna sig í list
sinni. Þá varð hann kennari hjá fursta einum í Lucca
og var þar í þrjú ár, en tók ekki við neinu föstu starfi
eftir það. Var mest á ferðalögum um Evrópu þvera og
endilanga, og mátti segja að hann setti alt á annan
endann þar sem hann kom. Hann hafði haft til að bera
alla þá kosti á hæsta stigi, sem einn fiðluleikari þarf að
hafa: — fullkominn skilning, fullkomna tónmyndun, frá-
bæra framsögn og kunnáttu svo ótrúlega að beztu fiðlu-
leikarar skildu ekkert í henni. Trúðu ýmsir því, að
Paganini hefði öðlast ]>essa hæfileika vegna þess að
hann hefði gert samning við djöfulinn. Ýmsir, sem hafa
spreytt sig á að skrifa æfisögu Paganinis, hafa gert
mikið úr því, hvað hann hafi verið mikill slarkari. Hann
hafi verið afarlauslátur í ástamálum og oft lent í hættu-
legum æfintýrum út af þeim. Um tíma hafi hann verið
forfallinn fjárhættuspilari og komist það langt að spila
burt fiðlu sinni. Þá hafði einhver auðmaður bjargað
honum og gefið honum dýrindis fiðlu, sem hann notaði
upp frá því. Er sú fiðla nú geymd í glerkassa á opin-
beru safni í Genúa. Þá hafa menn gert orð á því hvað
Paganini hafi verið mikill nirfill. Á síðari árum efnaðist