Morgunn - 01.06.1929, Page 96
86
MOEGUNN
hann vel. Hann g-ekk að eiga söngkonu eina, Bianchi að
nafni og átti með henni einn son. Við dauða sinn hafði
hann eftirlátið honum arf sem nam 2 miljónum franka.
Paganini andaðist í Nizza á Frakklandi árið 1840 úr
hálsberklum 58 ára gamall.
Eins og áður var sagt, var það þegar á fyrsta
raddmiðilsfundinum, sem ])au voru á, v. Reuter og móðir
hans, að rödd gerði vart við sig, sem kvaðst vera
Paganini. Beindist röddin fyrst að frú v. Reuter, talaði
hreina ítölsku og þakkaði henni fyrir það, að hún hefði
haft áhrif á son sinn ekki einungis meðan hann var
á barnsaldri heldur einnig áður en hann hafi fæðst,
í þá átt að hann fengi áhuga á tónlist Paganinis. Frúin
kannaðist við þetta og hafði áður sagt syni sínum, að
hún hefði einmitt áður en hann fæddist borið mjög
sterka ósk í brjósti um það, að hann yrði fiðlusnillingur
og Pagaini hefði verið fyrirmyndin. Lítið annað gerðist
markvert á ]>essum fundi, nema það að fiðlubogi var
tekinn af v. Reuter og tekið í strengi fiðlunnar og boginn
síðan látinn í hönd hans aftur, nákvæmlega eins og á
að halda á fiðluboga.
Á leiðinni austur á bóginn frá Kaliforníu komu
þau mæðgin við í New-York. Voru þau ]>ar á fyrirlestri
í húsi sálarrannsóknafélagsins. Kom á eftir til þeirra
kona ein, sem ]>au síðar fengu að vita að var alkunnur
skygnimiðill, og kvaðst hafa séð tvo menn standa hjá v.
Reuter á meðan stóð á fyrirlestrinum. Sérstaklega ]>ótti
henni annar ]>eirra vera einkennilegur ásýndum, hár,
grannur, dökkur yfirlitum með langt hár hrokkið, og
það kvaðst hún sjá, að hann hefði dáið úr hálsmeini.
Léti hann sér auðsjáanlega mjög ant um v. Reuter eins
og hann væri verndari hans. Langaði konuna til að vita
hvort þau könnuðust við þennan mann. — Auðvitað datt
þeim í hug Paganini, og varð þetta til að styrkja trú
þeirra á nálægð hans.