Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 101
M0R6UNN
91
á það í bók sinni, enda þótt hann næði hinum mesta
fjölda af öðrum samböndum. Segir hann, að ef sam-
bandið við Paganini sé hugarfóstur eða á einhvern hátt
svikið, þá megi heldur ekki reiða sig á neitt af hinum sam-
böndunum.
Nú er það reyndar kunnugt öllum spiritistum, hvað
sumar raddir handan að virðast oft hafa tilhneigingu til
þess að kynna sig sem þektar persónur úr mannkynssög-
unni og sömuleiðis að tala alveg eins og menn vilja heyra.
Þó mun ]>etta tíðast á þeim sambandsfundum þar sem
góð skilyrði eru af skornum skamti og þátttakendur lítt
upplýstir og trúgjarnir um skör fram. Hér verður nú
ekki annað sagt en að þessi persóna, sem kallar sig Pag-
anini, hafi gefið sig fram með óvenjugóðum sanninda-
merkjum, bæði í gegnum raddmiðil, trancemiðla og skrif-
miðla, ]>ar sem gætt var þó allrar varúðar. Fyrir þá sem
annars eru orðnir sannfærðir um framhald persónu-
lífsins, getur það og ekki orðið neitt óaðgengileg hugsun
að fiðlusnillingurinn Paganini leiti sambands við þann
mann, sem talinn er að hafa komist næst því að túlka verk
hans, og auk þess hefur gert sér far um að halda nafni
hans í heiðri — Ég hafði áður sagt frá því, þegar v. Reuter
var að æfa sig á verki eftir Paganini og fann fingrasetn-
ing sinni breytt til hins betra. í annað skifti var Paganini
að skrifa á stafaborðinu gegn um frú v. R. Tók þá v.
Reuter fiðlu sína til þess að leika lag eftir Paganini og bað
hann nú að gefa sér leiðbeiningar viðvíkjandi meðferð
þess. Þá fór handtakið á stafaborðinu, sem vísirinn var
festur við, að hreyfast með ]>eim hætti, að v. Reuter gat
alveg fundið út jafnvel hin smæstu atriði viðvíkjandi
meðferð lagsins, og var hún allmikið frábrugðin því sem
hann hafði vanið sig á. Þetta atvik verkaði mjög svo
sannfærandi á v. R., því að hann taldi óhugsandi að
svona lagaðar og svona nákvæmar bendingar hefðu get-
a<5 komið frá öðrum en þaulæfðum fiðluleikara.
Eina sönnunartilraun gerðu þau mægðin m. a., og