Morgunn - 01.06.1929, Page 106
9G
M 0 R G U N N
nótur á klaverum o. s. frv. Samskonar æfing hefði getað
hjálpað frú Reuter eða undirvitund hennar til að hitta
rétta stafi á stafaborðinu, þegar hún sat við ]mð með
bundið fyrir augun og skrifaði samfleytt mál á ýmsum
tungumálum. Þessi skýring ]>ykir v. Reuter, sem von er,
nokkuð langt sótt, og bendir á eitt tilfelli, þar sem 10 ára
gamall drengur að honum viðstöddum gat ritað ósjálf-
rátt samfeldar setningar með fullri meiningu án þess að
horfa á stafaborðið og án þess að vita hvað skrifað
hafði verið. — í annað sinn komu til v. Reuters hjón
ein, sem hann þekti. Frú Reuter var þá ekki viðstödd
og maðurinn, sem hét M. B., hafði gaman af að vita,
hvort vísir stafaborðsins gæti ekki hreyfst ef hann
styddi á hann hendinni. Jú, það tókst og v. Reuter
skrifaði upp stafina, og var hér um bil þetta inni-
haldið: ,,Ég, (sem skrifa) heiti Dagobert og er vinur
M. B. (]>ess sem sat við stafaborðið). Ég hefi miklar
mætur á honum, og ég vil nú láta ykkur vita að hann
kemur bráðlega yfirum til okkar. Hann er of góður fyrir
heiminn, sem hann lifir í, en við þurfum á honum að
halda“. — Konan sá, hvað v. R. skrifaði, fór að gráta og
bað ])á að hætta þessu. Fór svo, að þau urðu að segja
M. B., hvað hann hafði skrifað, tók hann því stillilega,
kvaðst reyndar hafa búist við ]>ví að eiga langt líf fyrir
höndum, þar sem hann væri aðeins 42 ára, en ])etta
mundi nú samt líklega vera sönn fregn, og þá ekki ann-
að að gera en að taka því. — Að tveim mánuðum liðnum
andaðist M. B. af hjartabilun.
Af ]>ví að v. R. er sannfærður um að M. B. hafi
ekki sjálfur séð hvað hann skrifaði, telur hann ])etta
merkilegan fyrirburð.
Það sem gefur tilraunum þeirra Reuters-mæðgina
með ósjálfráða skrift mest sönnunargildi, er ])að, hvað
þeim tókst að fá mörg tungumál rituð og ]>ar á meðal
allmörg, sem ])au kunnu ekkert í. Það kom fram samfelt
mál og svar við spurningum á ensku, ])ýsku, frönsku,