Morgunn - 01.06.1929, Side 109
MORGUNN
99
ur ekki neitt. Sá andi, sem það skrifaði, gaf sig sömuleiðis
fram sem Pierre Loti. Þetta var 15. tungumálið sem
skrifað var gegnum stafaborðið.
Síðast í bók sinni segir v. Reuter frá fundum, sem
hann hefur verið á með ýmsum miðlum.
Á fundi með Victor Miller frægum líkamningamiðli
í New York kom það fyrir, er miðillinn sat öllum sýni-
legur fyrir framan tjaldbyrgi sitt, að fimm svipkendar
verur komu út úr byrginu og voru sýnilegar samtímis.
Samtals sáust um 30 og leystust sumar upp að öllum
ásjáandi. Byrgið var rannsakað vandlega fyrir og eftir
og sást ekkert grunsamlegt.
Einkennilegur miðill er ung stúlka ein rússnesk að
ætt,Eleonora Zugun. Það koma á húð hennar einkenni-
legar rispur og merki, sum lík tannaförum. Á fundi
þar sem v. Reuter var viðstaddur, komu fram, að 10 eða
12 manns ásjáandi, milli 30 og 40 af þessum merkjum á
húð stúlkunnar og var þó höndum hennar haldið allan
tímann. I annað sinn gerðust á fundi með henni flutn-
ingar nokkrir og mikið heyrðist af höggum og slögum.
í fyrrasumar (1927) höfðu öll fyrirbrigði í sambandi við
þessa stúlku fallið niður. Var því kent um, að hún um
það leyti hefði náð kynþroska, enda sé það algengt að
kvenmiðlar missi um hríð miðilsgáfuna á því aldurs-
takmarki.
Á rannsóknarstofu baróns von Schrenck-Notzings í
Múnchen kom v. Reuter og lýsir einföldum og áreiðan-
legum öryggisútbúnaði með ljósböndum og rafleiðslum,
sem notaðar eru við miðlarannsóknir þar. Ráðleggur
hann öllum, sem við slíkar rannsóknir fást, að nota þenn-
an útbúnað til þess að spara sér óþarfa aðfinslur og
umstang. — Nokkra brezka miðla kveðst v. R. hafa próf-
að. Þannig kom hann til Mr. Peters, sem hingað kom til
Islands 1923, cg stafaði nafn sitt upp á hollensku, ef
vera kynni að hann hefði heyrt sín getið. Peters féll í
trance og stjórnandi hans, svonefndur Moonstone, talaði
7*