Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 110
100
MORGUNN
gegnum hann. Lýsti hann manni, sem væri þar nær-
staddur og mundi heita Panagini, og átti sú lýsing al-
gerlega við Paganini. Nokkru áður höfðu einhverjir
spurt v. R. hvort Paganini mundi hafa spilað svokallaða
„djöflatrillu sónötu“ eftir Tartini og hafði v. R. haldið
að hann mundi ekki hafa gert það. Nú sagði Moonstone
að þessi aðkomumaður væri altaf að stagast á orðinu
„sónata' og orðinu „djöfull“, og hann vildi endilega láta
vita, að hann hafði leikið það tónverk. Ýmislegu fleira
hafði Moonstone skilað frá Paganini, sem v. R. þótti mjög
sannfærandi, og frá fleirum komu einnig skilaboð t. d.
frá Mr. Gage frá Kaliforníu, sem var einmitt sá, sem
fyrst fékk v. R. til að gefa sig við sálrænum rannsóknum,
svo sem fyr var sagt. — Lýkur v. Reuter að lokum miklu
lofsorði á miðilsgáfu Mr. Peters.
Á fundi hjá Mrs. Brittain kom nákvæm lýsing á
stórum svörtum hundi með hvítan hring um hálsinn. Slík-
an hund hafði frú v. Reuter átt fyrir löngu. Var sagt, að
hann lægi við fætur henni. Þá var einnig lýst öðrum
hundi mjög litlum, sem kæmi þar inn með stúlku, gengi
á 3 fótum og væri kallaður „Peter“. Þessi hundur þektist
einnig og nafn hans var rétt.
Þá heimsótti v. Reuter einnig andaljósmyndarann
Mr. Hope, sem kunnur er hér m. a. fyrir myndina af
próf. Haraldi Níelssyni. Viðhafði v. Reuter hina mestu
varúð, merkti plötur, sem hann kom með sjálfur, lét þær
í vélina og framkallaði þær sjálfur þegar í stað. Mr.
Hope fékk m. ö. o. alls ekki að snerta á plötunum. Ýms
aukaandlit komu út á sumum plötunum, ]>ótt ekki sé að
sjá að líking hafi þótt sláandi með neinum, sem þau
Reuters mæðgin þektu. Fjórar af þessum myndum eru
prentaðar í bók v. Reuters. Telur hann Mr. Hope mjög
áreiðanlegan ljósmyndamiðil og fjarri því að hann hafi
sýnt nokkuð grunsamt framferði. Álasar hann mjög De
Vegas sjónhverfingamanni, sem komið hafi til Mr. Hopes,
án þess að viðhafa sjálfur nægilegar varúðarráðstafanir,