Morgunn - 01.06.1929, Síða 112
102
M O R G U N N
5ögur úr sambanöi miðla.
Eftirfarandi grein er þýdd og samanfeld úr nokk-
urum frásögnum í enska blaðinu „Light“, en það hefir
þær ýmist úr fyrirlestrum eða viðræðum nafnkendra
vísindamanna.
Þótt svo virðist sem hin rökræna mótstaða sé altaf að
linast gegn því sannanamagni, sem stöðugt fer vaxandi
um tvímælalausa tilveru mannanna eftir andlátið, er
samt streizt í lengstu lög móti viðurkenningu þess. Hend-
ar eru á lofti — af fjöldanum — mögulegar og ómögu-
legar ,,skýringar“ á fyrirbrigðunum, ef með því næst að
smjúga um stundarsakir fram hjá þeirri einu leið, sem
oftlega sýnist opin hleypidómalausri hugsun: kenning-
unni um fengið samband við framliðna menn. En engu
er eins oftlega beitt eins og hugsanaflutningstilgátunni,
líklega fyrir það, hve enn eru ókunn almenningsvitund
lögmál og verkanir þessarar telepatisku starfsemi.
En þrátt fyrir það, að hugsanaflutningur er oft rétt eða
skynsamleg skýring, er þó alloft, að engri átt nær að
rekja til hans orsakir fjölmargra sálarlífsfyrirbrigða,
eins og þeirra, sumra hverra a. m. k., sem hér fara á eftir.
Hefir samband náðst við Konfucíus?
Allir leseridur „Morguns“ kannast við ameríska
miðilinn George Valiantine. Fyrir nokkru síðan hefir sú
skoðun verið látin uppi, að í gegnum þennan miðil hafi
fornkínverski spekingurinn Konfucíus talað. Sá maður,
sem rækilegast hefir rannsakað þessi efni er málfræð-
ingurinn dr. Neville Whymant. Hann er, auk mála kunn-
áttu sinnar, sérfræðingur í kínverskum fornbókmentum
og heimspeki.
Frá þessum rannsóknum skýrði hann í fyrirlestri,
fluttum seint í des.mánuði s. 1. ár í Lundúnum.