Morgunn - 01.06.1929, Side 114
104
MORGUNN
Kína,“ sagði doktorinn. ,,Hljóðið virtist einna líkast því,
sem leikið væri á flautu, miðlungi vel, eða eins og tíðar
heyrist á vegum ,,hins himneska lands“ en nokkui*s-
staðar annarsstaðar“. Því næst heyrðist sagt með lágri
en greinilegri rödd orðin: ,,K’ung-fu-Tzu“.
Ræðumaður gat þess nú, að þetta væri kínverska
táknið fyrir Konfucíus og væri fremur nafnbót en per-
sónuheiti. Það þýddi: heimspekingurinn herra Kung.
Ennfremur sagði hann að Kung-ættin væri enn allút-
breidd í Kína og margir innan hennar væru beinir af-
komendur hins mikla spekings.
Dr. Whymant gat vitanlega ekki af þessu einu ráðið
neitt um það, hvaðan þessi rödd væri í raun og veru
runnin. Hitt taldi hann aftur á móti efalaust, að frá
Kínverja kæmi hún, þar eð naumast væri á annara færi
að bera orðin rétt fram; einkum atkvæðið tzu. „Vér eig-
um eigi einu sinni bókstafi til að tákna framburðinn",
sagði hann. Ég sagði: „Hver ert þú?“ Aftur heyrðist
sagt, með nokkurum óþolinmæðikeim: „K ung-fu-Tzu“.
Mér kom enn eigi til hugar að halda að þetta væri
Konfucius sjálfur, heldur bjóst ég við, að um einhvern
væri að ræða, sem tala vildi um lif hans og lærdóm“.
Til þess að komast að fljótri vissu um þetta sagði Why-
mant á kínversku: „Hvert var eiginnafn þitt ? “ Svarið
kom samstundis: „K’íu“ „Þeir sem lagt hafa stund á
kínversk fræði — sagði ræðumaður — vita, að Konfú-
cíus hefir átt þetta nafn“. Þetta var því ekki fullger
sönnun, þótt merkilegt væri. Hann spurði því aftur:
„Hvað varst þú alment kallaður, þegar þú varst 14 ára?“
Enn kom rétt svar með réttum framburði, svar, sem
var á örfárra vitorði í heiminum. Því næst fór röddin
að tala um sérstakt „klassiskt" rit, samið eða a. m. k.
útgefið af Konfucíusi.
Hér skýrði ræðumaður frá því, að á meðal eins fræg-
asta ritverks Konfuciusar var kafli, er virtist vera mis-
ritaður, þar eð efni hans var sem næst óskiljanlegt. Dokt-