Morgunn - 01.06.1929, Page 116
106
M O R G U N N
maður fengi um það sagt með vissu, hvernig tunga þá
var töluð. Menn vissu hvernig 3000 orð voru fram borin
100 árum eftir lát Konfucíusar, „með öðrum orðum“ —
mælti ræðumaður, „við þekkjum hljóðgildi þeirra. Eftir
25 ára rannsóknir þekkja menn nú 12 kínversk hljóð,
sem fullvíst er um, að notuð voru um daga Konfucíusar.“
Og þessi — einmitt þessi — hljóð notaði hinn ósýnilegi
gestur, sem Whymant átti samtal við.
Fyrirlesarinn taldi ómögulegt að um neinskonar
svik hefði getað verið að ræða. í öllum heiminum væru
aðeins 6 kínverskufræðingar, sem svo fullkomið vald og
þekkingu hefðu á málinu og gætu talað það þannig, að
honum fyndist frábært, en engir þessara manna væru
þá í Ameríku.
Á þessum sama fyrirlestri gafst áheyrendagrúanum
kostur þess að heyra þessa forn-kínversku rödd. Henni
hafði verið náð á hljóðrita einu sinni, meðan stóð á fundi
hjá Valiantine, en í fjarveru Whymants. Samt hafði það
eigi tekist sem skyldi, því eigi heyrðust orðaskil nema
öðru hvoru.
Doktor Whymant kvað sig ekki nægilega kunnugan
sálarlífsrannsóknum, hliðstæðum reynslu sinni, til þess
að vilja um ]jað fullyrða, hvort þarna hefði fengist
raunverulegt samband við spekinginn kínverska, sem
var dáinn 479 árum fyrir Krists burð, en rannsóknunum
vonaði hann að fá haldið áfram.
II.
Næst langar mig til að minnast á frásögur, teknar
úr öðrum fyrirlestri, þeim, er Sir Arthur Conan Doyle
flutti 25. janúar 1928., sömuleiðis í Lundúnum. Sir Arthur
er, eins og kunnugt er, einhver allra sókndjarfasti liðs-
maður spíritismans. Mér hefir lengi fundist, sem þeir
próf. Haraldur Níelsson muni hafa verið líkir um margt.
í sambandi við efni erindisins, drap Sir Arthur nokk-
uð á fjarhrifa-kenninguna og það, hve henni væri oft mis-