Morgunn - 01.06.1929, Síða 117
MORGUNN
107
beitt, til þess að forðast ódauðleikaskoöunina. Hann
nefndi fjölda staðfestra atvika, er ótvíræðlega bentu út
yfir dauðadjúpið, og spurði, hvort nokkur áheyrenda
sinna þættist þess búinn að skýra þau annan veg en til
sambands við látna menn. Fáein atvik úr fyrirlestrinum
eru hér endursögð í íslenzkri þýðingu.
Einn í þeim fjölmenna flokki enskra hermanna,
sem féll í ófriðnum mikla, var ungur sonur frúar nokk-
urrar, að nafni Kelway Bamber. Skömmu síðar en hann
'beið bana, náðist við hann miðilssamband. Þar kom frá
honum svohljóðandi fregn um einn bræðra hans, foi'-
ingja í flughernum enska: „Willy hefir verið skotinn nið-
ur rétt bak við herlínu óvinanna“. Hafði þá Willy vantað
í nokkurn tíma og fékst engin vitneskja um afdrif hans.
En nokkuru seinna fanst líkami hans við hlið flugvélar-
flaksins, bak við víglínu Þjóðverja, eins og sagt hafði
verið á sambandsfundinum. Þetta er hvorki mai'gþætt
atvik né flókið, en verður það skýrt með hugsanaflutn-
ingstilgátunni?
Maður er nefndur majór Segrave. Hann er enskur
bifreiðastjóri og víðfrægur fyrir að ná heimsmeti í hrað-
akstri bifreiða. Það var á móti, sem haldið var í Banda-
ríkjunum öndverðlega á síðastliðnu ári. Áður en Segrave
fór að heiman af Englandi, útbjó hann sig að öllu sem
vendilegast til fararinnar, hafði með sér vélfræðing sinn
og einkabíl. Á leiðinni vestur yfir Atlantshafið barst
bonum svohljóðandi loftskeyti: „Breyttu aflkeðjunum
þínum“. Undir því stóð nafn starfsmanns á vinnustofu
bifvagna.
Þó að Segrave teldi vagn sinn í engu vanbúinn,
Serði hann það samt, að skifta um aflfestar.
Þegar til Ameríku kom, fóru svo leikar, að Segrave
náði fylstum flýti, ók að meðaltali með 328 km. hi'aða
á klst. Var það þá heimsmet.
Á heimleiðinni náði hann símasambandi við send-
anda skeytisins og spurðist fyrir, af hvaða ástæðum það