Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 119
MORGUNN
109
útflúr. „Nú kom mér til hugar“— sagði ræðumaður —
„að ég myndi eiga heima hjá mér afrit af sjálfstæðis-
yfirlýsingu Ameríkumanna, undirritaðri af B. Franklin.
lJað skjal fanst fljótlega, og bar ég undirskriftina saman
við nafnið í minnisbókinni. Það stóð heima; þarna var
undirskrift Franklins, rituð með gerðarlegri, ójafnri hendi
og með samskonar stórgerðu dráttflúri undir.
Jeg fullyrði ekki að þetta sanni undirskrift Franklins
í bók Stainton Moses. Það væri ef til vill of langt gengið,
en ég spyr tilheyrendur mína:
Er sennilegt að aldraður prestur myndi eyða tíma
sínum í það, að falsa undirskrift Franklins aðeins sér til
persónulegrar ánægju og án þess að ætla sér að láta
þetta nokkuru sinni koma fyrir annara augu?“
Hin frásagan, sem hér er endursögð, er af atviki,
sem gerðist austur í Ástralíu. Tveir ungir bræður þar-
lendir lögðu út á siglingu á skemtiskútu sinni meðfram
ströndinni, en hurfu í þeirri för og sáust aldrei síðan.
Sonamissirinn fékk afarmikið á foreldrana og í raunum
sínum leituðu þau til miðils. Hjá honum náðu hinir syrgj-
andi foreldi'ar sambandi við annan sona sinna og af
honum fengu þau að vita, að á leiðinni hefði yfir þá
skollið skyndilegur, óvæntur stormsveipur. Skipinu hefði
hvolft og báðir þeir bræður druknað. Því næst bætti
sonurinn við, og var því líkast, sem móðirin mætti ekki
heyra það (vegna þess, hve hryllilegt það var) „Har-
aldur var étinn af einhverjum stórum fiski“. Haraldur
var nafn hins bróðurins. Svo lauk fundinum og engin
vitneskja virtist fáanleg um þetta. En skömmu seinna
veiddist stór hákarl framundan Geelong, sem er bær á
suðurströnd Ástralíu, austanverðri. Og í kviði hans fanst
Pípa, peningar og ýmsir fleiri smámunir, er þektust.
Haraldur hafði átt þá alla og borið á sér, er hann lagði
i þessa feigðarför.
„Andstæðingar vorir“, sagði Sir Arthur, „eru gjarn-
11 á að skýra hin sálrænu fyrirbrigði með hugsanaflutn-