Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 121
MOBGUNN
111
hnífnum í og geymdi síðan niðri á botni í ferðakistu.
Enginn karlmaður annar heyrði fjölskyldunni til og
við hnífnum var aldrei hreyft þar til í maímánuði 1927.
Þá — eftir að náðst hafði hið nákvæma þumalfingurmót
-— datt fjölskyldunni í hug, að láta rannsaka hnífinn.
Sérfræðingur var fenginn til þeirrar athugunar.
Hann lýsti yfir því, að á skaftinu hefði fundist dulið
þumalfingurfar. Og við samanburð reyndist það að vera
nákvæmlega eins og þumalfingurfar hins framliðna
Walters, eins og það náðist sextíu og átta sinnum í rann-
sóknar hringnum með þrýstingu hins líkamaða fingurs
í lint vax. Þarna virðist þá hafa legið fyrir hlutræn sönn-
un um tilveru Walters eftir andlátið. Sönnun, sem dóm-
stólarnir telja einna öruggasta, a. m. k. í flestum öðr-
um málum. Og manni finst að rökrænir vitsmunir ætl-
uðu henni líkt gildi í þessu atriði, fyrst gaumgæfileg
rannsókn leiddi til áminstrar niðui’stöðu.
Hitt skal játað, að undirritaðan skortir þekkingu
til þess að fá vel skilið, á hvern hátt fingrafar, eins og
það, sem hér um ræðir, getur haldist ómáð jafn-langan
tíma og á jafn hörðum hlut sem hnífsköft eru — venju-
lega. En á frásögninni er ekki að sjá — og hún er eftir
Dr. Crandon sjálfum — að þar hafi nein tvímæli eða
efi leikið á. Jafnvel er ekki að sjá, að andstæðingarnir,
sem leitast hafa við að vefengja flest eða öll fyrirbrigði
,,Margery“, hafi tortrygt yfirlýsingu sérfræðingsins.
Annað gerðu þeir. Þeir gáfu það fyllilega í skyn, að þar
eð Walter hefði verið bróðir miðilsins, myndu fingraför
þeirra systkina vera sem næst eins. Vaxmótið gæti því
verið af fingri miðilsins og þar með svikið. En svona
auðveldlega tókst ekki að snúa sönnun merks máls í
svik og pretti. Dr. Crandon svaraði þessari mótbáru á
þann hátt, að vitna í úrskurð sérfræðinga, eigi einungis
í Bandaríkjunum heldur og við nokkurar aðallögreglu-
stöðvar í höfuðborgum Evrópu. Sá úrskurður orkaði
engra tvímæla. Þumalfingurfarið á rakhnífnum var yfir-