Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 122
112
M O E GU N N
lýst að vera hið sama — eins langt og það náði — og góm-
mót út-frymisins, sem áður höfðu fengist. Um líkindin
með fingraförum systkinanna var það sagt, að þau væru
eins og líkindin milli talnanna 45 og 100, en milli
Walters og móður hans eins og 70:100. Þar með var sú
mótbára og svikatilgáta úr sögunni.
Þannig voru þá þessar frásögur. Mér finst þær allar
stór-athyglisverðar, svo merkilegar, að hver þeirra um
sig sé alt að því öruggur vitnisburður um tilveru annars
heims. Þó eru þær teknar út úr heilum hóp líkra at-
burða, sem benda til sömu niðurstöðu, er vitanlega hefðu
— í heild — enn meiri og sannfærandi áhrif.
Auðvitað kemur mér eigi til hugar að halda það,
að þeir, sem fram að þessu hafa neitað að taka gildan
allan þann sannana-urmul, sem mér finst að óneitanlega
hafi fram komið víðsvegar um veröldina í umgetna átt,
muni meta þetta öðru meir, enda er það og ekki fyrir
þá skrifað. En frá þeim mönnum, er stöðuglega tor-
tryggja 0g véfengja allar framkomnar ódauðleikasann-
anir, en telja sig þó vilja ræða og rannsaka málið, væri
gaman að fá svar við þessari spurningu: Hvernig ættu
þær sannanir að vera og á hverju ættu þær að byggj-
ast, — því að það geta þeir vafalaust hugsað sér — sem
sannfærðu þá að fullu um framhaldslíf dáinna manna
og samband vort við þá?
Eg hygg að slík svör, ef til þeirra yrði vandað,
gætu verið gróði málefninu og báðum aðiljum, bæði
hinum varfærnu véfengendum og sannfærðum anda-
hyggjumönnum. En sérstaklega væri ánægjulegt að fá
slík svör frá prestunum. Þeim kemur málið óneitanlega
talsvert við, og þess er áreiðanlega vænst, að þeir reyni
að gera sjálfum sér og öðrum einhverja skynsamlega
grein fyrir þessum hlutum.
Hallgr. Jónasson.