Morgunn - 01.06.1929, Side 123
MORGUNN
113
Rrin og eilífðin II.
Préðikanlr Haralös prófessors Hielssonar.
Þegar fyrra prédikanasafnið eftir síra H. N. var
komið út, flutti Morgunn ritgjörð um það. (Morgunn II.,
bls. 104—111). Þar var meðal annars á það bent, að það
sé kristindómurinn allur — eins og hann speglar sig í
sál höfundarins — sem síra H. N. boði, en ekki aða'lega
eða eingöngu sérstakar kenningar, eins og sumir virðist
hafa gert sér í hugarlund. Og minst var á það, af hve
mikilli vandvirkni trúarhugmyndirnar séu útlistaðar, af
hve mikilli samúð, nærgætni og skilningi efasemdum
mannanna sé svarað, og með hve hjartnæmum orðum
og af hve miklu háfleygi sambandi mannanna við guð-
dóminn sé lýst.
Sömuleiðis var á það minst, hvernig höf- viðaði að
sér úr ýmsum áttum til þess að vekja trúartilfinninguna.
Þó að hann væri svo óvenjulega vel að sér í heil. ritn-
ingu, sem flestum var kunnugt, færi því fjarri, að hann
notaði hana eina. „Hann er jafn-fús á að nota trúar-
reynslu nútíðarmanna og það, er fyrir merkismenn biblí-
unnar hefir borið. Hann notar íslenzk ljóð jafnhliða
indverskri speki. Hann notar fyrirbrigði hinnar sýnilegu
náttúru og stórtíðindi mannfélagsins jöfnum höndum
við hinar viðkvæmustu hræringar mannssálarinnar. Hann
notar guðfræðilegar biblíurannsóknir jöfnum höndum
við leit vísindamanna eftir sönnunum fyrir ódauðleik
sálarinnar og ósýnilegum heimi“.
Þá var og gerð nokkur grein fyrir trúarafstöðu
höfundarins andspænis Jesú Kristi. Það mál hefir verið
svo mikið rætt, að ekki virðist þörf á að rifja það upp
hér. Né heldur þörf að tala um þær kenningar kirkjunn-
ar, sem höfundurinn neitaði algerlega.
8