Morgunn - 01.06.1929, Side 125
M 0 R G U N N
115
bandi við þann skilning og þá samúð, sem hann fann
fara vaxandi í söfnuði sínum.
Það væri freistandi að rita rækilega um prédikanir
síra H. N. frá bókmentalegu sjónarmiði eingöngu. Ekki
allfáir kaflar í þeim eru í raun og veru hreinn og tær
skáldskapur, svo að lesandinn getur ekki varist þeirri
spurningu: Hvernig stendur á því, að maðurinn skuli
ekki hafa samið nein skáldrit í bundnu eða óbundnu
máli? Svo mikil lyfting og tign er í mælskunni, og það
])ó að hann sé að tala um almenn en ekki beint trúarleg
efni, að mörgum köflum má áreiðanlega skipa á bekk
með því fegursta, sem ritað hefir verið á íslenzka tungu.
Eg bendi rétt til dæmis á byrjunina á hinni dásamlega
fögru páskaræðu: „Engillinn á steininum", og get ekki
stilt mig um að setja þá byrjun hér:
„Ef þú legst iðulega þreyttur til hvíldar, þá veiztu, hvílík
hlessun svefninn er. Enginn æðri unaður er til en að lmíga dauð-
lúinn í djúpan blund meðvitundarleysisins, renna sér í hina
m júku bylgju algleymisins, án þess að hafa nokkurn ótta við það
að manni skjóti ekki óhultum upp úr henni aftur eftir mátulegan
hvíldartíma. Gott er að vakna eftir slíka nótt. pá er að vísu
engin þrá eftir morgninum, en þú vaknar endurhrestur og glaður
eftir væran svefn. — En reynsla vor af nóttinni er enganveginn
alt af þessi. Sumar nætur liggjum vér andvaka, og hversu sem
vér þráum, að hin hægfara friðarbylgja frá liafi gleymskunnar
flœði inn yfir oss, þá vill hún ekki koma. Yér byltum oss á
einhverjum útfirissöndum við svefnsins blíða haf, en aðfallsbylgj-
an kemur ekki til vor, vér fáum ekki að reyna þann unað að renna
lnn í hana og lauga oss í hreinsandi og endurnærandi vötnum
honnar. Svefnleysið verður að kvöl. í stað þess að geta gleymt,
setjast áhyggjurnar kringum hvílu vora, og ósjaldan taka þær á
sig ófrýnni mynd en þror hafa í dagsbirtunni. Sá, sem þekkir
andvökur, þráir oft morguninn. Honum finst löng nóttin aldrei
œtla að líða, aldrei ætla að verða búin. pegar elda tekur aftur,
íagnar hann skímunni. Endirinn á öllum þrautanóttum er þetta:
»hfgjafinn boðar dagrenning".
Ág-ætlega er það tilfundið að láta prédikunina, sem
nefnd er „Tilbeiðslan" vera fyrsta erindið í þessu safni.
Ekki eingöngu vegna þess, að með þeirri ræðu hóf hann
8*