Morgunn - 01.06.1929, Síða 126
116
M 0 R G U N N
prédikunarstarfsemi sína í Fríkirkjunni. ekki heldur ein-
göngu vegna þess, sem frú Aðalbjörg bendir á, að með
henni er í raun og veru svarað hinu fáránlega hjali um
það, að síra H. N. „drægi úr Kristsdýrkuninni í landinu".
Textinn er sagan um konuna með alabastursbaukinn,
fullan af ómenguðum, dýrum nardussmyrslum, er hún
helti yfir höfuð Jesú, og hirti ekki um, þó að þau hefði
mátt selja fyrir „meira en þrjú hundruð denara“. Mér
finst, að þetta tákni fyrirtaks-vel líf höfundarins. Hann
var aldrei að hugsa um það, hvað þjónusta hans fyrir
málefni sannleikans kostaði — hvað mikla fyrirhöfn og
hve mikið sálarstríð hún kostaði, hve mikið af frægð eða
öðrum þessa heims gæðum mætti kaupa með þeim glæsi-
legu gáfum og því mikla starfsþreki, sem hann var
gæddur. Hann tæmdi sinn dýrmæta smyrslabauk, án
nokkurrar hliðsjónar á slíkum efnum. Fyrir það verður
hans vafalaust minst með aðdáun og lotningu á þessu
landi, þegar menn hafa gleymt flestum samtíðarmönn-
um hans.
E. H. K.
íTlerkileg öraumuísa.
Frá frú Maríu Rögnvaldsdóttur, Grundargerði í
Skagafirði, hefir Morgunn fengið grein þá, er hér fer
á eftir, fyrir milligöngu Jónasar Kristjánssonar, læknis
á Sauðárkróki.
Elzta systir mín hét Katrín, hún var 4i/á ári eldri
en ég, en þó vorum við svo samrýndar, að við máttum
trúnaðarvinir kallast. Sérstaklega bar ég mikið trúnað-
artraust til hennar. Stafaði það að nokkru af því, að
hún ein af systrum mínum var eldri en eg, og því öðru,