Morgunn - 01.06.1929, Side 132
122
MORGUNN
eftir ljósmyndinni af mér þarna á borðinu, svo að eg
verði fær um að búa til nákvæma eftirlíkingu. Eg fæ
nóga hjálp til þess.“ (Ummæli framliðna hermannsins,
sonar höfundarins).
Eftir að myndin var fengin, kom þetta
Hvað fram fór. meðal annars frá sama framliðna mann-
inum: „Eg get ekki sagt þér, hvers kon-
ar kraftur var notaður til þess“, (að taka myndina) „en
eg get sagt þér hvað fram fór. Þegar þið sátuð kringum
litla borðið, stóð eg og Sing bak við ykkur. Ýmsir leið-
beinendur, sem þekkingu hafa á þessu, stóðu í hring, en
aðalleiðbeinandinn stóð bak við Hope. Þessi leiðbeinandi
dró kraft frá okkur, sem hann beindi að handleggjum
Hopes og bögglinum með plötunum í. Þú tókst eftir titr-
ingnum, sem fór um handleggi Hopes. Nú beindist
krafturinn að mér og Sing sagði mér að framleiða góða
eftirlíkingu af hinum jarðneska líkama mínum. Eg
beindi nú huga mínum, eins fast og sterklega og mér
var ómögulegt, að útliti míns jarðneska líkama, á meðan
þú varst að láta plöturnar í myndarammann. Á meðan
verið var að taka myndina, stóð eg við hliðina á þér, eins
og sést á myndinni."
Miðlarnir -^ð e*ns a^r^* er * bókinni, sem mér
virðist viðsjárvert — ummælin um miðl-
ana. Þau stafa auðsjáanlega af ónógri þekkingu. Höf.
kveðst aldrei hafa komið á fund hjá atvinnumiðlum.
Samt býst hann við að flestir þeirra muni „vera með
fullri meðvitund, meðan á fundi stendur, og því vita
fyllilega um alt, sem fram fer“. „Eg mundi leggja lítinn
eða alls engan trúnað á slíkt samband“, segir hann, „því
að slíkir miðlar eiga afkomu sína undir því, hvernig
þeim tekst að koma með fréttir, sem falli spyrjandanum
vel í geð“. Þessi ummæli eru í meira lagi hleypidóma-
kend. Það er auðvitað einstaklega þægilegt að fá miðils-
starfið unnið fyrir sig fyrir ekki neitt. „Gott er alt gef-