Morgunn - 01.06.1929, Side 134
124
M0R6DNN
Jafnframt lét frú Houdini þess getið, að
frá Houdini maðurinn hennar hefði lofað henni að
senda henni leyniskeyti (sem enginn
gæti skilið annar en hún), ef honum yrði þess auðið eftir
andlátið. Þetta skeyti kvaðst hún enn ekki hafa fengið,
en mikill hugur léki sér á að fá það, ef þess yrði kostur.
Nú líður og bíður þangað til í byrjuninni á síðastliðnum
nóvembermánuði. Þá kemur á fundi hjá síra Arthur
Ford orðið Rosabelle. Þau ummæli fylgdu þessu, að þetta
væri fyrsta orðið í leyniskeyti Houdinis. Tveim vikum
síðar kom næsta orðið. En ekki var það fyr en 5. janúar,
að öll orðin voru komin. Þau voru þessi:
Rosabelle — answer — tell — pray — answer —
look — tell — answer — answer — tell. Sendandinn
hélt því fram, að hann væri Houdini og bað um að þessu
væri komið til konunnar sinnar.
Daginn eftir fóru tveir menn með skeytið til frú
Houdini, John W. Stafford, aðstoðarritstjóri við Scien-
tific American, og maður, sem heitir Fast. Jafnskjótt sem
frúin hafði lesið skeytið, komst hún í mikla geðshrær-
ing og sagði að þetta væri rétt.
Tveim dögum síðar fékk frú Houdini fund með
Ford, ásamt nokkurum öðrum, þar á meðal mönnunum,
sem höfðu fært henni skeytið, og fulltrúa frá Blaða-
manna sambandi Bandaríkjanna (United Press). Á þess-
um fundi gerði Houdini rétta grein fyrir skeytinu og
ávarpaði konu sína ástúðlega. Meðal annars sagði hann:
„Segið öllum heiminum, að Harry Houdini sé lifandi, og
að hann muni sanna það þúsund sinnum enn. Eg er nú
að brjóta af mér hlekkina og verða að fullu frjáls. Segið
öllum þeim, sem týnt hafa trú sinni, fyrir misskilning
minn, sem af einlægni var sprottinn, að afla sér vonarinn-
ar aftur, og lifa með þeirri þekkingu, að lífið haldi
áfram.“
Eins og nærri má geta, vakti þessi frétt afar mikla
athygli í Bandaríkjunum og líka í ýmsum öðrum lönd-