Morgunn - 01.06.1929, Síða 136
126
M 0 R G U N N
Hún bætti því við, að fengi hún ekki bréfin frá Chapin,
þá mundi koma nokkuð sögulegt í blaðinu og skeytið
frá Houdini afhjúpað sem svik. Presturinn rak hana út
og sagði henni meira að segja að fara til fjandans.
Næsta morgun kom í blaðinu svika-fullyrðing sú, sem
áður er um getið. Jafnframt voru höfð eftir forstöðumanni
spíritista-félagsskaparins, sem presturinn er í, að Arthur
Ford ætti ekki afturkvæmt í þann félagsskap.
Nú kom það bráðlega upp úr kafinu, að forstöðu-
maðurinn hafði aldrei sagt neitt í þá átt. Þar á móti
stefndi hann til stjórnarnefndarfundar og nefndin rann-
sakaði málið. Eftir rannsóknina lýsti hún yfir því, að
alls enginn grunur hefði fallið á prestinn, og að alls
enginn vafi léki á því, að þau presturinn og frú Houdini
hefðu sagt rétt frá um þetta fræga skeyti.
Blöðin Heiðarlegu blöðin í New York töluðu
gætilega og sanngjarnlega um málið og
studdu mál prestsins. Samt er þetta gott sýnishorn þeirra
örðugleika, sem spíritisminn á oft við að stríða, og þeirr-
ar óhæfu, sem altaf öðru hvoru er framin gegn því máli.
Umræðurnar Lundúna blaðið Daily News flutti um
og atkvæða- langan tíma í vetur umræður um það,
greiðslan í Daily hvort samband við framliðna menn væri
News um sam« Sannað eða ekki. Mesti sægur af mönn-
hand við frain- um jag.gj þar org j belg, sumir með og
sumir moti. Að þessum umræðum lokn-
um, gerði blaðið lesendum sínum kost á að greiða at-
kvæði um málið. 12255 atkvæði voru greidd. Atkvæðin
féllu þannig:
Að samband við framliðna menn
1. — hafi algerlega sannast ................ 7,502
2. — hafi algerlega afsannast eða geti ekki
verið til .............................. 2,766
3. — sé, eða geti verið, mögulegt, en hafi ekki
sannast að fullu ....................... 1,987