Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 137
MORGUNN
127
Blaðið flytur ritsstjórnargrein 6. febr.
ritsíjómarinnar. um Þessa atkvæðagreiðslu. Það hefir bú-
ist við því, að meiri hluti atkvæðanna
mundi verða með því, að sambandið sé sannað, en ekki
átt von á því, að sá meiri hluti mundi verða svona mikill.
„Mest furðar oss á því“, ségir blaðið, „hve tiltölulega
fámennur er hópur þeirra manna, sem neita því með öllu,
að um samband við framliðna geti verið að tefla. Vér
göngum að því vísu, að fyrir 20 árum hefði hann veriA
miklu fjölmennari."
Blaðinu farast ennfremur svo orð um atkvæða-
greiðsluna: „Hún sýnir, í fyrsta lagi, hve sterkum tök-
um trúin á samband við framliðna menn hefir náð á
fjölda manna--------Hún sýnir í öðru lagi, að miklu fleiri
menn láta sig þetta mál nokkuru skifta en búast hefði
mátt við, án þess að þeir séu enn sannfærðir um spiri-
tismann, og láta sig það svo miklu skifta, að þeir láta
þess getið. Og í þriðja lagi sýnir hún — og það er að
sumu leyti merkilegast í þessu máli, — að þeir eru til-
tölulega miklu færri en menn munu hafa átt von á, sem
vísa spíritismanum á bug sem þvættingi og endaleysu,
ef ekki blátt áfram svikum, og að líkindum er þeim að
fækka.“
Þar sem líkbrensla virðist nú vera að
Tilraunaftmdtir ^ dagskrá hér á landi, á ef til
i likbrenslu' _ ’
kapellu. Vl11 elíl{1 llla Vle ae ^eta um tilrauna-
fund, sem fyrir fáum árum var haldinn
í líkbrenslu-kapellu í Indianapolis í Indiana í Bandaríkj-
unum. Maður, sem heyrði til spíritistasöfnuði þar, gerði
þá ráðstöfun, að lík sitt skyldi verða brent. Á banasæng-
inni, fám dögum fyrir andlát sitt, tók hann loforð af
raddamiðli, sem heitir frú Murphy-Lydy, að halda fund
í kapellunni, meðan lík hans væri að brenna. Þá ætlaði
hann að reyna, hvort sér yrði þess auðið að gera vart
við sig, og jafnframt mælti hann svo fyrir, að beztu