Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Síða 8

Morgunn - 01.12.1944, Síða 8
102 MORGUNN skapinn mikla um miskunnsemi himnanna og möguleikana fyrir alla til þess að ganga frá vansælu til sælu, frá myrkri til Ijóss, sama boðskapinn, sem Ritningin gefur oss í skyn, að Kristur hafi flutt þar forðum og flytur þar sjálfsagt enn. Ég hygg, að frægasta frásögnin, sem um þetta efni hefir borizt gegn um miðlana, sé hin fræga frásögn í hinum ó- sjálfráðu skrifum enska ágætisprestsins séra Vale Owens, sem skrifaði hinar frægu bækur sínar ósjálfrátt i skrúð- húsi kirkju sinnar. Þótt flestum yðar muni sú frásögn að miklu kunnug, hygg ég að yður leiðist ekki að heyra hana einu sinni enn, en margar líkar frásagnir hafa komið fram hjá miðlum í ýmsum löndum. Flokkur manna hafði farið af æðri sviðunum niður í vansælustaðina til þess að hjálpa, en foringi þeirra er sá, sem söguna segir í hinum ósjálfráðu skrifum prestsins. Þegar foringinn var að reyna að hafa áhrif á einn af hin- um harðlyndu, vansælu mönnum, sem hann hafði raunar þekkt á jörðinni, fékk hann óvænta hjálp frá einum hinna vansælu. En þótt þessi maður væri eins óhrjálega til fara og hinir vesalingarnir, var yfir honum einhver ljúfmennska og yndisleikur, sem aðkomumennirnir furðuðu sig á. Flokksforingjann langaði nú til að þakka þessum manni hjálpina, og er frásögn hans í bók séra Vale Owens þessi „Þegar hann sá mig vera að koma, stóð hann upp og gekk á móti mér. Ég sagði: „Vinur minn, ég þakka þér þann mikla greiða, sem þú hefir gert mér, því að aðstoð þinni á ég það að þakka, að ég hefi getað haft áhrif á þenna vesæla mann . . . Þú ert kunnugri eðlisfari þessara félaga þinna en ég og hefir notað reynslu þína vel. Og hvað er nú um líf sjálfs þín og framtíð?" „Ég þakka þér fyrir herra (svaraði hann). Ég ætti ekki lengur að dyljast fyrir þér. Ég á ekki hér heima, heldur á fjórða sviðinu, og ég er hér af frjálsum vilja, til þess að þjóna öðrum“. „Ertu hér að staðaldri?" spurði ég forviða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.