Morgunn - 01.12.1944, Page 8
102
MORGUNN
skapinn mikla um miskunnsemi himnanna og möguleikana
fyrir alla til þess að ganga frá vansælu til sælu, frá myrkri
til Ijóss, sama boðskapinn, sem Ritningin gefur oss í skyn,
að Kristur hafi flutt þar forðum og flytur þar sjálfsagt
enn.
Ég hygg, að frægasta frásögnin, sem um þetta efni hefir
borizt gegn um miðlana, sé hin fræga frásögn í hinum ó-
sjálfráðu skrifum enska ágætisprestsins séra Vale Owens,
sem skrifaði hinar frægu bækur sínar ósjálfrátt i skrúð-
húsi kirkju sinnar. Þótt flestum yðar muni sú frásögn að
miklu kunnug, hygg ég að yður leiðist ekki að heyra hana
einu sinni enn, en margar líkar frásagnir hafa komið fram
hjá miðlum í ýmsum löndum.
Flokkur manna hafði farið af æðri sviðunum niður í
vansælustaðina til þess að hjálpa, en foringi þeirra er sá,
sem söguna segir í hinum ósjálfráðu skrifum prestsins.
Þegar foringinn var að reyna að hafa áhrif á einn af hin-
um harðlyndu, vansælu mönnum, sem hann hafði raunar
þekkt á jörðinni, fékk hann óvænta hjálp frá einum hinna
vansælu. En þótt þessi maður væri eins óhrjálega til fara
og hinir vesalingarnir, var yfir honum einhver ljúfmennska
og yndisleikur, sem aðkomumennirnir furðuðu sig á.
Flokksforingjann langaði nú til að þakka þessum manni
hjálpina, og er frásögn hans í bók séra Vale Owens þessi
„Þegar hann sá mig vera að koma, stóð hann upp og
gekk á móti mér. Ég sagði: „Vinur minn, ég þakka þér
þann mikla greiða, sem þú hefir gert mér, því að aðstoð
þinni á ég það að þakka, að ég hefi getað haft áhrif á
þenna vesæla mann . . . Þú ert kunnugri eðlisfari þessara
félaga þinna en ég og hefir notað reynslu þína vel. Og
hvað er nú um líf sjálfs þín og framtíð?"
„Ég þakka þér fyrir herra (svaraði hann). Ég ætti ekki
lengur að dyljast fyrir þér. Ég á ekki hér heima, heldur á
fjórða sviðinu, og ég er hér af frjálsum vilja, til þess að
þjóna öðrum“.
„Ertu hér að staðaldri?" spurði ég forviða.