Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Page 26

Morgunn - 01.12.1944, Page 26
120 MORGUNN huga slíkra manna, þegar þeir vakna og finna að þeir eru umkringdir af þeim, sem þeir hafa elskað og misst, er fögn- uður, fögnuður, sem ringlið skyggir dálítið á, ringlið og sú hugmynd, að þetta hljóti að vera — geti verið — tómur draumur, sem þeir vakni bráðum af. Þessi skýring var það, sem kom í huga Geoffreys, þegar hann sá margt fólk, sem hann hafði þekkt fyrir mörgum árum, meðan það lifði hér á jörðunni, en var nú dáið. En eins og á stóð, var þarna enginn, sem hann langaði til að vera alltaf með. Þetta virtist standa svo miklu leng- ur yfir en vanalegur draumur. Hann fór að hugsa um, hve- nær hann ætlaði að vakna, og þá kom hugsunin um móður hans aftur í huga hans. Ætlaði hann að fara að hitta hana í dag? Klukkan hvað og hvenær hafði hann mælt sér mót við hana? Hvað löngum tíma hafði hann eytt í þetta þægi- lega dvaiaástand, þegar hann hafði átt að hreyfa sig og búa sig undir störf dagsins, sem hann hlaut að líkindum nú að vera orðinn alltof seinn til? Þeir, sem voru í kringum hann, fundu strax áhyggjur hans. Þegar hann reyndi að rísa upp, var hönd lögð á öxl- ina á honum til að halda honum aftur, og hann leit upp í andiitið á manni, sem var fullur samúðar og vinsemdar á svipinn, og það var samfara virðulegri framkomu, sem var mjög heillandi. Það var eitthvað kunnuglegt við svip þessa manns. Og þegar Geoffrey leit spyrjandi inn í andlit hans, sá hann að hann var líkur í andlitsfalli og á svip gamalli mynd, sem móðir hans átti, og áður en ókunni mað- urinn var búinn að segja honum það, kannaðist hann við, að þetta hlaut að vera faðir hans, sem farið hafði yfir um fyrir mörgum árum, þegar hann, Geoffrey, var ungbarn. ,,Mig er ennþá að dreyma. Þetta er annar dauður mað- ur til“, var það fyrsta, sem honum datt í hug, en sann- færðist samt strax um, að þessi draumatilgáta hans skýrði engan veginn allt það, sem meðvitund hans, sem alltaf var að skýrast, var að byrja að opinbera honum. Honum fannst

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.