Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Page 27

Morgunn - 01.12.1944, Page 27
MORGUNN 121 að vitund sín um nærveru föður síns ætti mikinn þátt í að vekja endurminningu sína og hugsun. Hið ósjálfráða skyn á það, hvað rétt er og rangt, sannleikur og villa, sem gerir vart við sig í sál hvers manns, sem hefur vanið sig á skýra hugsun, fór nú að gera vart við sig hjá Geoffrey. Faðir hans talaði við hann og sagði við hann á hægan, rólegan hátt, sem var sannfærandi, að hann, Geoffrey, hefði yfirgefið jarðneska líkamann, fyrir fullt og allt. Hann mundi ekki snúa þangað aftur, því að hann hefði verið gerður óbyggilegur, ónothæfur, og væri eyðilagður, svo að ekki væri hægt úr að bæta, af meiðslum þeim, sem hann hafði fengið í nýafstaðinni loftárás. Þegar honum var birt- ur þessi sannleikur og þegar hann þóttist viss um það, að hann væri nú í öðru ástandi og á öðrum stað, en þeim, sem móðir hans var í, þá greip hann áköf löngun til að draga úr sorg þeirri og áfalli því, sem hann vissi, að hún hlyti að hafa orðið fyrir, með því að segja henni, að hann væri lifandi og heilbrigður, ómeiddur á sál og líkama og að honum þætti alveg eins vænt um hana og honum hefði þótt, meðan hann var á jörðinni. Hann vissi að hún mundi syrgja hann, þrá að sjá hann og finna hamingjuna af nærveru hans, og hann þráði að koma henni í skilning um, að þó að þessi hamingja væri tekin frá henni í bili, þá væri hún enn til og hugur hans til hennar hefði ekki breytzt nokkra vitund. Skilnaður er ekki sama og gleymska. Orð Thackeray’s áttu við Geoffrey, eins og þau eiga við alla, sem dauðinn skilur að um tíma, og þess vegna vitna ég í þau hér: „Skiiið og gieymt? Hvaða trúfast hjarta getur það? Okkar beztu hugsanir, okkar heitustu tilfinningar, sann- leikurinn í lífi okkar, skilur aldrei við okkur. Það er vissu- lega ekki hægt að skilja þær frá meðvitund okkar, þær fylgja henni, hvert sem hún fer, og eru í eðli sínu guð- dómlegar og ódauðlegar". Allir þeir, sem fara inn í annan heim, komast fljótt að

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.