Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Side 28

Morgunn - 01.12.1944, Side 28
122 MORGUNN raun um sannleikann í þessum orðum. Tilfinning og hugs- un örvast, en dofnar ekki, eftir svonefndan dauða. Tilfinn- ing, sem hefur verið okkur innblástur, huggun, hughreyst- ing hér á jörðinni, hefur verið gjöf guðs til okkar, og verð- ur ekki tekin aftur, þó að sálin, sem fékk hana að gjöf, hafi breytt um verustað og flutt sig úr efnislíkamanum yfir í ljósvakalíkamann. Þessi breyting frá einum líkama í ann- an, er á engan hátt tortímandi. Allt, sem okkur hefur fallið í geð í jarðlífi okkar, mun okkur falla í geð í síðara líf- inu Thomas frá Kempis sagði: „Kvöld lífsins mun bera svip af deginum, sem kom á undan því“, og þetta á við um kær- leika, endurminningu og um allar einlægar tilfinningar, hverju nafni sem þær nefnast. Þrátt fyrir ákafar áhyggjur af móður sinni, fór Geoffrey að laðast að föður sínum, sem hann hafði aldrei þekkt hér á jörðunni — með ákafa, sem allir, sem þekktu fáskiptni hans á jörðunni mundu hafa undrast. Seinna, þegar hann hafði samband við móður sína gegn- um mig, þá lýsti hann þessum samfundum fyrir henni og sagði henni, hve mikið hugrekki og von það hefði gefið hon- um, því að hann þóttist þess fullviss, að úr því að faðir sinn væri til í þessum nýja heimi og gæti komið til fundar við hann og hjálpað honum, þá gæti hann sjálfur, þegar að því kæmi og tímar liðu fram, komið til fundar við móður sína og boðið hana velkomna. Hann varð gagntekinn af gleði, af þessari hugsun. Hann fann, að hann gat beðið þoí- inmóður, af því að nú beið hann þess, sem víst var, þess sem hlaut að koma að lokum og ekki var hægt að synja honum um. Hann vissi aftur á móti, að móðir sín mundi ekki geta litið á þetta á sama hátt. Hann vissi, að hún myndi líta svo á, að hann lifði áfram, einhversstaðar og á einhvern hátt; en hina fullu vissu um þennan sann- leika, sem hann hafði nú fengið, mundi hún ekki öðlast, nema hann gæti fengið samband við hana, og hann var fullvissaður um, að allt skyldi verða gert í þá átt, sem hægt væri. Honum var sagt, að hópur manna, sem hefði langa

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.