Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Page 31

Morgunn - 01.12.1944, Page 31
MORGUNN 125 beita kröftum eða áreynslu til að hugsa um hana, en að hugsa um hana, eins og hann mundi eftir henni, rólega, stillilega og stöðugt. Þetta reyndi hann að gera, og hann sagði henni síðar, að hann gæti ekki lýst neinum atriðum ferðarinnar, sem hann tókst á hendur til að heimsækja hana, og gæti heldur ekki skýrt fyrir henni á hvern hátt hann ferðaðist. Honum fannst hann ósjálfrátt loka aug- unum og útiloka alla ytri hluti af sjónarsviði sinu, í tilraun sinni til að sjá hana fyrir sér, og þegar hann opnaði þau aftur, þá varð hann var við dimmt og þokukennt loft, sem minnti hann snögglega á, þegar hann vaknaði fyrst til með- vitundar utan jarðneska líkamans, eftir að sprengjan hafði gengið af hinum síðarnefnda dauðum. Þetta atvik hafði horfið honum úr minni á umliðnum tíma, og enginn af fé- iögum hans hinumegin hafði minnzt á það. 1 hinni miklu þrá sinni eftir að sjá móður sína, rak hann strax þessar endurminníngar á flótta. I dimmunni, sem hindraði hann ; að s]á nema lítinn hluta herbergisins, sem hann var kom- mn í, sá hann móta fyrir henni, hún hafði fleygt sér upp í rúm, yfirkomin af sorg. Hann fékk þarna staðfestan ótta sinn um bað, hvernig hún mundi taka fregninni um lát hans. Hann féll á kné við hlið hennar, lagði handleggina utan um hana og þrýsti henni að sér, eða honum fannst hann gera það. Hún skipti sér ekkert af því. Hinn veik- byggði líkami hennar skalf af sorg og þessi ákafi sýndist ætla að hafa áhrif á Geoffrey, þó að honum hefði verið bent á, að allar sterkar geðshræringar mundu aftra honum frá að hafa áhrif á móður sína. í jarðlífi sínu hafði hann verið maður, sem hafði tölu- verða sjálfstjórn, ög þetta kom honum nú að góðum not- um, og meðan hann lá þarna á hnjánum við hlið hennar, neyddi hann sig til með hörku til að stilla skap sitt. Vit- undin um, að nauðsyn bar til þess hennar vegna, varð til þess, að hann lagði það á sig og hann bað rólega, en samt innilega, að sér yrði gefinn styrkur til að ná til hennar,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.