Morgunn - 01.12.1944, Page 32
126
MORGUNN
þrátt fyrir sorg hennar, og hugga hana á einhvern hátt.
Eftir nokkur augnablik sá hann, sér til hugarléttis, að
grátur hennar hægðist og hætti brátt.
Hún hafði legið að hálfu leyti á grúfu, en nú reisti hún
sig lítið eitt upp á olnboga og leit spyrjandi í kringum sig.
Andlit hennar var að vísu þrútið gráti, en það var ekkí
lengur afskræmt. Dálítill undrunarsvipur, sem vonarneisti
iýsti upp, kom á andlit hennar og hún hvíslaði, spyrjandi,
undrandi og biðjandi:
...Geoff?“
f*ann stóðst þá löngun sína, að taka hana aftur í faðm
sér og láta i ljós ást sína og þrá, en hélt áfram að koma
inn hjá henni vitundinni um nærveru sína og láta hana fá
vissu um sig og tilveru sína og ást sína til hennar. Hún
virtist hafa einhverja hugmynd um þetta, því að hún sagði
aftur: ,,Geoff!“ og svo augnabliki síðar: „Geoff, ertu hérna?
Er þetta virkilega þú? Talaðu við mig, ef það er þú“.
Hann svaraði: „Já, ég er hér. Eg er lifandi. Reyndu að
trúa því. Harkaðu af þér og reyndu að lifa áfram og bíða
eftir að komast til min. Við hittumst aftur og þangað til
skal ég hjálpa þér, eins og í mínu valdi stendur“. (Þessi orð
hljóta að hafa verið sögð miljón sinnum, af miljónurn
sálna, sem koma aftur og langar til að hugga þá, sem þeir
eiska og sjá, að eru harmi lostnir).
Geoffrey sá, að móðir hans heyrði ekki rödd hans, en
hún varð rólegri á svipinn. Hún snéri sér við og lá á hlið-
inni og horfði fram undan sér, og Geoffrey fann, að hún
horfði í gegnum hann, án þess að sjá hann. Hann vissi, að
einhver huggun hafði borist frá huga hans til hennar. Hann
var sjálfur dálítið þreyttur núna, en samt glaður og L-
nægður yfir að hafa náð einhverjum árangri í þessaii
fyrstu ferð sinni til hennar. Hann fann, að hann hvarf smát.t
og smátt af þessu sviði, án þess að hafa neinn vilja til þess
sjálfur. Hann virtist snúa aftur til síns sviðs án nokkurr-
ar meðvitundar um, hvernig hann færi að því, alveg eins
og hann hafði gert á ferð sinni til jarðarinnar.