Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Page 42

Morgunn - 01.12.1944, Page 42
136 MORGUNN Merkileg sálræn lækning. Flestir munu kannast við hinn fræga, ameríska skop- sagnahöfund, Mark Twain, sem hét raunverulega Samuel L. Clemens en tók sér rithöfundarnafnið Mark Twain og er langoftast nefndur því. Hann var allra manna fræg- astur með sinni samtíð (1835—1910) fyrir orðheppni sína og sjaldgæfa fyndnigáfu, og bækur hans eru kunnar um alian heim. Hitt er mönnum síður kunnugt, að kona hans, sem síðar varð, hlaut á unga aldri stórmerkilega, sálræna lækning. Mark Twain var einhverju sinni staddur hjá einum vina sinna, Langdon að nafni, og sá þar mynd af systur hans, bráðfallegri stúiku. Mark Twain dáðist mjög að myndinni, en þá sagði Langdon honum sögu ungfrú Olivíu, systur sinnar. „Það var um kvöld, og við vorum á skautum í Elmira“, sagði hann, „þegar Olivía datt og meiddist í bakinu. Hún þoldi miklar þrautir um tveggja ára skeið. Faðir okkar sótti alla beztu læknana, sem völ var á, en allt kom fyrir ekki. Þeir gátu ekki hjálpað henni“. Langdon hélt síðan sögu sinni áfram og sagði frá því, að þau heima hefðu látið útbúa einskonar trissu, sem lyfti henni svo hægt upp í rúminu, að það tók heila klukkustund, að láta hana hálfsetjast upp. En svo var hún veik, að þessa ósegjanlega hægu hreyfingu þoldi hún ekki betur en svo, að hún féll í ómegin. Einhverju sinni var Olivía flutt út í bát, eins og til þess að reyna, hvort sjávarloftið hressti hana ekki. Opið var inn, þangað sem hún lá, og með vindinum barst inn partur af blaði. Einhver leit eins og af tilviljun á þetta blað, en þar var auglýst nafn og heimilisfang manns nokkurs, sem kvaðst stunda andlegar lækningar. Fjölskyldan hafði ekki

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.