Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Side 51

Morgunn - 01.12.1944, Side 51
MORGUNN 145 Spíritisminn lyftir frá tjaldinu milli tveggja stiga vitundarlífsins. Eftir frú St. Clair Stobart. (Úr ávarpi, er hún flutti í kirkju Bræðrafélagsins í Bournemouth). Hvað er þessi spíritismi, sem vér, meðlimir bræðra- félagsins, erum að hvetja kirkjurnar til að veita viðtöku? Er spíritisminn að eins fólginn í dulskyggni og því,aðtaia við látna vini? Spíritisminn nær yfir allar tegundir merki- legra fyrirbrigða, sem sanna framhaldstilveruna. Þetta eru hugðnæm rannsóknarefni og gagnleg til sönnunar framhaldslífinu, en að minni hyggju er þetta ekki spírit- isminn allur. Mig langar til að koma fram með aðra skýrgreining: Spíritisminn Jjdtir frá tjaldinu milli tveggja stiga vitund- arlífsins. Hvað er vitund? Það er að vera sér meðvitandi um eitt- hvað. Til eru mismunandi stig vitundarlífsins. Ormurinn, froskurinn og rottan hafa t. d. þrengri vitund eða með- vitund en hundurinn, kötturinn og hesturinn, og þau hafa aftur þrengri vitund en maðurinn. Hverju nýju þroska- stigi hefir fylgt ný þensla vitundarinnar. Nú langar mig að spyrja: hefir maðurinn náð hámarki vitundarinnar, getur hann ekki komizt lengra en enn er komið? Höfum vér náð meðvitund um allt, sem oss er mögulegt að skynja með líkamlegum skynfærum vorum? Leyfið mér að taka úr dýraríkinu dæmi þess að sjá, án þess að vera meðvitandi. Gerum ráð fyrir, að hundur komi inn í’bókasafn, sem er fullt af bókum heimspekilegs, sögu- 10

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.