Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Page 53

Morgunn - 01.12.1944, Page 53
MORGUNN 147 Þess vegna er ekki óréttmætt að spurt sé: er ekkert i heiminum umhverfis oss, sem oss er ókunnugt um enn? Er það ekki hugsanlegt, þar sem vér menn höfum að eins smám saman verið að gerast meira og meira meðvitandi um vort jarðneska umhverfi, fegurð náttúrunnar, liti, ilm og margvíslegan sannleika og dásamlega dýrð alheimsins, að vér eigum enn eftir að uppgötva margt og að sem spirit- istar séum vér í dag, að læra að verða oss meðvitandi um heim, sem er samtvinnaður þeim heimi, er vér þekkjum, heim, sem bíður þess að verða uppgötvaður eins og Amer- íka beið óþekkt, unz Kolumbus kom og fann hana?* Ég ætla ekki að þreyta yður með hinni flóknu kenningu um fjórðu víddina. En þetta langar mig til að þér skiljið, að ef svo er, sem vér hyggjum, að í allri náttúrunni fylgi ný þensla eða víkkun vitundarinnar hverju nýju þróunar- stigi, og að ef, eins og vér einnig hyggjum, að hverjum viðbótarskilningi, sem vér öðlumst, á nýi’ri vídd í’úmsins, fylgi ný þensla eða víkkun vitundarinnar, þá vii’ðist skyn- samlegt að gera ráð fyrir, að sú víkkun vorrar eðlilegu vit- undar, sem spíritisminn hefir valdið, sé boðbei’i nýs skiln- ings með mannkyninu á nýrri vídd — hinni fjórðu vídd rúmsins. Þetta þýðir það, að oss kunni að verða kleift að yfirvinna þær hindranir, sem vegalengdii’nar ei’u oss nú, ekki með því að uppgötva ný og hi’aðskreiðari vélgeng farartæki, heldur með því að uppgötva hæfileika, sem fel- ast innra með oss sjálfum. Þótt þróun vors jarðneska likama virðist vei’a búin að uá hámarki sínu, er þróun sálai’líkamans enn stutt á veg komin, og oss svimar við tilhugsunina um, hve langt oss hunni að verða mögulegt að ná í þeim efnum og hve langt menn höfðu í þeim efnum náð á tímum forsögunnar, á tím- um Atlantis. En að eins með hjálp hinna sálrænu hæfileika, Ú A<V Ámeríka hufi verið funilin fyrst uf Kóluinbusi, er auðvitaiV ekki rétt.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.