Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Side 57

Morgunn - 01.12.1944, Side 57
MORGUNN 15: í framtíð vora og rekja skyldleika vorn við engla, erki- engla og þjóðir himnaríkis. Ef raunveruleikur andans væri viðurkenndur sannleik- ur, sem engum væri lengur unnt í móti að mæla, væri það þá hugsanlegt, að þjóðirnar myndu eyða megini orku sinn- ar til styrjalda og vísindalegra uppfinninga á tækjum til að deyða með það, sem er ódauðlegt, og senda með ofbeldi milljónir manna í blóma lífsins undirbúningslausar frá þessu lífssviði og yfir á það næsta? En hvar er þá staður trúarinnar, þeirrar trúar, sem vér í Bræðrafélaginu viljum efla og vinna fyrir? Af því að vér vitum, að Jesús var söguleg persóna staðhæfum vér, að í sögunni af lífi hans og kenningu, sem vér höfum fengið að erfðum, sé ekkert andstætt lögmálum náttúrunnar. Vér sjáum fyrirbrigðin í lífi hans vera í fullu samræmi við þær sálrænu staðreyndir, sem vér þekkjum og getum sannfærzt um enn í dag. Þess vegna er það, að til grundvallar vorri trú leggjum vér ekki að eins trú, almennt talað, heldur einmitt þá fögru trú, sem Jesús kenndi og lifði. Kirkjurnar leitast við enn í dag, að halda kenningu hans á lofti. Þess vegna skorum vér á kirkjurnar, að þær bæti hinum sálrænu vísindum við kenning sína um „Veg lífs- ins“, til þess að fylgja dæmi Krists, að gera vísindin trúræn og trúna vísindalega. J. A. þýddi.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.