Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Page 59

Morgunn - 01.12.1944, Page 59
MORGUNN 153 Móðirin fann dóttur sína. Frásagnir skáldkonunnar Florence Marryat. Einn af lesendum MORGUNS, kona, sem nefnir sig ,,Móður“, kveðst hafa orðið sérlega hrifin af frásögn ensku skáldkonunnar Florence Marryat í erindinu „Hvað hefur sannazt?“, sem birtist í MORGNI, XXIII, 1. Þar segir hin fræga skáldkona frá því, hvernig dóttir hennar, sem andaðist aðeins tíu daga gömul, sannaði sig móður sinni hjá miðlum mörgum árum siðar. Lesandinn óskar þess, að fá að heyra frekar af þessu merkilega máli. Við þeirri ósk vill MORGUNN gjarna verða, og væri ritstjóranum kært að fá tækifæri til að verða við fleiri slíkum óskum lesendanna og svara þeim spurningum, sem hjá þeim kunna að vakna við lestur þess efnis, sem ritið flytur. Kunn ensk kona, Sylvia Barbanell, kona Maurice Barbanell, sem er ritstjóri víðlesnasta spíritistablaðs veraldarinnar, „Psychic News“, gaf út fyrir nokkru merkilega bók, sem hún nefndi „Þegar barn deyr“ (When A Child Dies). Eins og titillinn bendir til, fjall- ar bókin um börnin, sem hverfa af vorum heimi, og er þar fjöldi af merkilegum frásögnum af framliðn- um börnum, sem hafa sannað foreldrum sínum í geglf um miðla, að þau lifa', þótt látin séu. 1 bókinni er miklu ítarlegri frásögn en sú, sem MORGUNN flutti, af reynslu Florence Marryat, og fer hún hér eftir í þýð- ing ritstj. Þótt andalíkami framliðinna beri ekki á sér lýti eða van- skapnað jarðneska líkamans, taka þeir oft á sig gömlu, jarðnesku likamslýtin um stund, til þess að sanna sig fyr- ir hinum jarðnesku vinum hjá líkamningamiðlum. Jarðlíf

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.