Morgunn - 01.12.1944, Síða 65
MORGUNN
159
Ég mundi nú vera nær þér en nokkurt hinna barnanna
þinna, ef ég aðeins gæti nálgast þig nógu mikið“.
,,Ég get ekki þolað að heyra þig tala svona dapurlega,
yndið mitt“, sagði móðirin. ,,Ég hélt þó a. m. k. þig vera
hamingjusama í himnaríki“.
„Ég er ekki í himnaríki! En ég get hlegið við þá tilhugs-
un, mamma, að sá dagur kemur, að við förum til himna-
rikis saman og tinum þar blá blóm. Allir eru mér góðir
hér, en ef augu þín þola ekki dagsljósið, getur þú ekki séð
sóleyna og baldursbrárnar“.
Florence Marryat vissi það fyrst löngu síðar, að á
tungumáli andanna tákna bláu blómin hamingju, og nú
spurði hún ,,dána“ barnið sitt, litlu stúlkuna, hvort hún
héldi, að hún mundi geta skrifað með sinni hendi, móður-
innar. En dóttir hennar hafði litla trú á því, að sér myndi
heppnast það. Hún sagði við móður sína: ,,Ég er samsett
úr tvennu, annars vegar þekkingarlausu barni og hins veg-
ar konu, sem er þroskuð að árum“. Og ennfremur sagði
hún: „Hvers vegna get ég ekki talað við þig einnig á öðr-
um stöðum? Ég hefi óskað þess og reynt það og komizt
uijög nálægt þér, en nú er svo auðvelt að tala. Þessi miðill
er svo ólikur hinum.“
„Þú veizt ekki, hve mig langar til þess að þú kæmir, þeg-
ar ég er ein, Florence“, sagði móðir hennar. „Þú skalt
þekkja mig“, var svarað, „ég ætla að koma, elsku mamma,
°g ég get allt af komið hérna. Ég kem til þín, þótt ég komi
ekki allt af með sama hætti.“
Litla andaveran talaði í svo dapurlegum og raunaleg-
Um rómi, að hún var áminnt um að hryggja ekki móður
s>na. Svar hennar við því.var athyglisvert: „Ég er blátt
áfram eins og ég er. Ef þið væruð komin hingað og sálin
v*ri full af dapurleika, mynduð þið ekki geta gert neina
raunverulega breyting á því með því að sökkva ykkur nið-
Ur í jarðneska gleði. Hryggð okkar skapar heiminn, sem
við lifum i. Ef ég hefði lifað, hefði ég bakað þér meiri
Sorg, en þú hefir hugmynd um. Ég er betur komin hér. Ég