Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Blaðsíða 18

Morgunn - 01.06.1953, Blaðsíða 18
12 MORGUNN undir niðri var ég dálítið sár yfir því, að sýn mín var nú að reynast vitleysa. Við því var ekkert að gera. Nú var að því komið, að þau ætluðu að gifta sig og vissi ég ekki annað en að allt væri í góðu lagi. Þá er það, að maðurinn kemur enn til mín og er nú ekki minna harm- þrunginn en þegar hann kom í fyrsta sinn. Hann kveðst hafa fengið bréf frá stúlkunni, þar sem hún segist ekki geta til þess hugsað að giftast honum; allt þeirra í milli verði að vera búið. Hann kveðst ekki vita, hvar hún sé niður komin, segist hafa hringt til foreldra hennar og hafi þeir sagt, að hún hafi tekið sér far með strandferða- skipi eitthvað út á land, þeir viti ekki hvert, og hún vilji ekki láta vita um sinn, hvar hún sé. Foreldrar stúlkunn- ar voru mjög eyðilagðir yfir þessu, því að þeir voru f jarska ánægðir með manninn fyrir hana. Maðurinn bað mig nú að reyna að hafa uppi á stúlkunni og taldi, að allt mundi lagast, ef hann gæti náð tali af henni. Ég taldi öll tormerki á því, a. m. k. svona í einni svipan. Við töluðum um þetta fram og aftur, en gátum vitanlega ekki komizt að neinni niðurstöðu. Ég fékk mann- inum bók í hönd til að lesa og fór fram í eidhús tii að hita okkur kaffi. Þegar ég var komin fram í eldhús, fór ég að hugsa um, að aumt væri að geta ekkert vitað um dvalarstað stúlk- unnar. Heyri ég þá sagt: „Á ég að sýna þér, hvar hún er?“ Það glaðnaði yfir mér, og samstundis er ég stödd við lít- inn kaupstað. Ég sé langan fjörð, og sérstaklega beinist athygli mín að einu húsinu. Þar sé ég inn í eldhúsið og þar sé ég stúlkuna við eldhússtörf. Þá fer ég aftur að litast um úti, og sé ég þá, að húsið er ekki langt frá sím- stöðinni. En hvar var þetta? Þennan stað hafði ég aldrei séð. Heyri ég þá sagt: „Seyðisfjörður“, og um leið hvarf mér sýnin. Ég var aftur með fullri vitund í eldhúsinu heima hjá mér. Hvað átti ég að gera? Ég gekk inn í stofuna að síman- um, bað um stúlku með þessu nafni á Seyðisfirði og sagði,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.