Morgunn - 01.06.1953, Blaðsíða 37
MORGUNN
31
líkama hans, og þetta efni nota verumar til þess að gera
sig sýnilegar. Það streymir út frá honum eins og þoka,
og tekur á sig alls konar myndir, og getur orðið ákaflega
þétt og fast, meðan krafturinn er nægur, — og hann er
mikill.
Þessi fyrirbæri fylgja ákveðnum lögmálum, sem enn
hafa ekki verið rannsökuð nægilega af vísindamönnum.
Meginmarkmið þeirra er að sannfæra mennina um raun-
veruleik siðalögmálsins og að það er hættulegt, að skeyta
ekki um það lögmál í einkalífinu og opinberu lífi. Og þessi
fyrirbæri eiga að sanna oss, hve geysilega mikill máttur
býr í hugsunum vorum.
....Ef öllum væri þetta Ijóst, myndum vér njóta friðar
á jörðu.“
Próf. Haarhoff sannreynir ný fyrirhrigSi.
Prófessorinn átti enn eftir að öðlast kærkomna reynslu.
Fáum vikum eftir að Margaret Lloyd, miðillinn hans
heima í Johannesburg, andaðist, líkamaðist hún fyrir
framan hann á öðrum fundi hjá Harris-hjónunum. Hið
tilkomumesta í því fyrirbrigði var, að fundargestirnir sáu
veru þessa í dimmu tilraunaherberginu uppljómaða af ljósi,
sem virtist koma með henni sjálfri, eða innan frá henni
sjálfri. Nokkur önnur vottfest dæmi þess er að finna í
sögu sálarrannsóknanna. Próf. Haarhoff segist þannig frá:
„Framliðinn maður þarf bæði þekkingu og dugnað til
að byggja sig upp sýnilega á likamningafundi. Sjaldnast
er nægilegt útfrymi fyrir hendi, þegar tilraunir í þessa
áttina eru gerðar. Og því miður hafa svikarar oft þótzt
vera miðlar fyrir slík fyrirbrigði ... til þess að hafa pen-
inga út úr trúgjörnu fólki. Á þessu sviði miðlafyrirbær-
anna eru svikin algengust. Hjá Harris-hjónunum í Cardiff
er öllum fundargestum heimilt að rannsaka herbergið
allt fyrir fundinn, og klæðnað miðilsins, er hann kemur
inn.
1 hringnum með mér hjá Harrishjónunum var prófessor