Morgunn - 01.06.1953, Blaðsíða 65
MORGUNN
59
og út kom Rauða Lily, klædd hjartarskinnsklæði, en beltið
og ennisbandið var skreytt perlum. Frú Pierce segir svo
frá, að Rauða Lily hafi komið til sín, þar sem hún sat,
og á meðan þær voru að tala saman, opnaðist byrgið aftur
og Juanita kom fram ásamt Minnie Brown, sem gekk til
séra Dickson. Frú Pierce sagði við Juanitu: „Ég var að
vona, að þú myndir teikna Rauðu Lily fyrir mig.“ Juanita
svaraði: ,,Ég skal teikna myndina fyrir þig, en við Rauða
Lily héldum, að það væri ennþá skemmtilegra fyrir þig,
ef Rauða Lily líkamaðist fyrir framan þig í sólarbirtunni,
á meðan ég væri að teikna hana“ Frú Pierce heldur sögu
sinni áfram á þessa leið: „Juanita stóð við hlið mér beint
á móti Rauðu Lily, og eftir dálitla stund sagði Juanita:
„Nú er myndin tilbúin." Ég varð afar forviða, því að
Juanita hafði aldrei hreyft sig í áttina að töflunum, eða
haft hönd á þeim eitt augnablik, en þegar ég opnaði töfl-
urnar, sem höfðu legið saman, kom fram á þeim yndisleg
mynd af Rauðu Lily, nákvæmlega eins og hún hafði staðið
fyrir framan okkur.“
Frú Pierce segir því næst: „Hugsið ykkur, það voru 3
fullkomlega líkamaðar verur, sem töluðu við mig og séra
Dickson í fullu dagsljósi, þær Rauða Lily, Juanita og
Minnie Brown. Vissulega hef ég aldrei fengið jafn dásam-
lega sönnun.“
Það, sem hún segir að endingu, er einkennandi fyrir
umsögn allra þeirra, sem hafa fengið að sjá þessi dagsljós-
fyrirbrigði: „Ég veit að allir þeir, sem hafa verið á þess-
um fundum, eru sammála um þau áhrif, sem fyrirbrigðin
skilja eftir hjá fundargestunum. Eftir að hafa heyrt svo
marga tala um þessi dásamlegu fyrirbrigði, vonaði ég af
alhug að ég fengi einhvern tíma að verða viðstödd á slík-
um fundi. Þessi innilega ósk mín rættist næst, þegar ég
heimsótti séra Dickson. Þegar ég settist í fundarherberg-
inu, þar sem sólskinið flæddi inn um gluggann, sagði séra
Dickson: „Frú Marshall, ef þér óskið þess, getið þér nú
fengið dagsljósfund.“ Ég varð stórhrifin. Séra Dickson