Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Page 49

Morgunn - 01.06.1953, Page 49
MORGUNN 43 sagði ákveðin, að nú yrðum við að velja á milli sin og hans. Dr. Westwood varð að láta sér þetta lynda, enda hafði hann þá ekki sannfærzt um, að Ralph væri sjálfstæður persónuleiki, þótt hann væri greinilega mjög ólíkur ver- unni, sem kallaði sig Rut. Þó söknuðu þau Ralphs, er hann hætti að koma, og ekki varð þessi breyting að vilja önnu. Hún vildi sannarlega hafa þau bæði, Rut og Ralph. Dr. Westwood leggur áherzlu á, að í öllum þessum til- raunum hafi aldrei borið á nokkrum dáleiðsluáhrifum eða minnsta votti dásvefns hjá önnu. Hún var alltaf glaðvak- andi, fylgdist með öllu, og þegar henni bauð svo við að horfa, kastaði hún áhrifunum frá sér, til þess að gera sínar eigin athugasemdir. Hún hagaði sér eins og hún gæti skrúfað rafmagnsstraum af eða á, að eigin vild. Aðaláhugamál dr. Westwoods var að leita eftir sönnun fyrir því, að sálrænn kraftur eða orka gæti sannanlega birzt í jarðnesku umhverfi. Tvö dæmi þess nefnir hann. Frú Wicker átti saumakörfu, riðna úr tágum, sem var 5—6 punda þung. Undir stjórn Rutar studdi Anna fingri á efri brún körfunnar, og eftir nokkrar tilraunir hófst karfan á loft. öðru sinni, með sömu aðferð, hófst bréfa- karfa í loft upp og settist í kjöltu aðkomumanns, sem staddur var þarna hjá vinafólki sínu. Einhverju sinni var Rut spurð að því, hvort hún gæti leikið á píanó í gegn um önnu litlu. Rut kvaðst ekki vera hneigð fyrir hljómlist, en kvaðst mundi koma með vinkonu sina, sem héti Kate, hún myndi reyna næsta kvöld. Þá var bundið fyrir augu önnu og hún sett við hljóðfærið. Anna hafði sjálf fengið nokkrar kennslustundir í píanó- leik, en kunni ósköp lítið. Nú kom þessi svonefnda Kate, og dr. Westwood segist aldrei gleyma því, sem fram fór. Með vandlega bundið fyrir bæði augu lék barnið af ótrú- legri leikni. Fingraleiknin var gersamlega önnur en þegar Anna litla var að glíma við æfingarnar sínar, og lögin, sem hún lék, fannst honum eiga samhljóma, sem hann telur sig aldrei hafa heyrt í nokkurri annarri tónlist. En
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.